þriðjudagur, mars 31, 2009
Jæja - tónheyrnin búin. Þá minnkar annríkið um eitt. Nú þarf ég bara að klára þessa MA ritgerð, taka stigspróf í píanói og söng og frumsýna eitt leikrit - þá er ég orðin góð.
Ég hef verið tvístígandi eins og alltaf varðandi Bandalagsskólann. Í fyrra gat ég ekki ákveðið hvaða námskeið hentaði mér best - skráði mig næstum því á eitt, hætti við á síðustu sekúntu og skráði mig á hitt. Ætlaði svo að skipta um skoðun en þá var orðið fullt á þetta fyrra og ég á biðlista. Komst svo óvænt inn daginn áður en skólinn byrjaði og í stað þess að sprikla með Rúnari Guðbrands í commedia d'ellarte eins og til stóð reyndi ég að skrifa skrítið leikrit hjá Bjarna Jónssyni.
Það var í fyrra. Núna stendur valið um - surprise! - Rúnar og Bjarna og áþekk námskeið. Þannig að ég stökk til og skráði mig á Rúnars námskeið. Hugsaði sem svo að MA ritgerðin kæmi í veg fyrir öll leikritaskrif langt frameftir vori. Og óx kröfurnar sem námskeiðið hans Bjarna gerði soldið í augum. Ég hef tvisvar áður verið á námskeiði hjá Rúnari og þóttist nokkuð viss um hvað ég væri að fara út í. Fékk síðan tannlæknareikning slengdan framan í mig sem blautri tusku og fannst mér ekki stætt á öðru en að hætta snarlega við. Ég var hvort eð er bara á biðlista. Ég var spurð að því hvort ég hefði fundið fyrir létti við þessa sparnaðarákvörðun en það var sama hvað ég gróf - ekki gat ég fundið fyrir neinu slíku. Ég þóttist þó nokkuð sátt við orðinn hlut.
Líður nú ... tiltölulega stuttur tími og skyndilega virkar Bjarna námskeið ekki svo ómögulegt. Hver segir að ég geti ekki skrifað leikrit í fullri lengd þótt ég hafi aldrei reynt það? Það þýðir ekki að troða marvaða endalaust, bara demba sér í þá djúpu o.s.frv. blablabla. Þannig að ég tók þetta síðasta lausa pláss.
Og hvað haldiði - þarna var léttirinn kominn.
Ég hef verið tvístígandi eins og alltaf varðandi Bandalagsskólann. Í fyrra gat ég ekki ákveðið hvaða námskeið hentaði mér best - skráði mig næstum því á eitt, hætti við á síðustu sekúntu og skráði mig á hitt. Ætlaði svo að skipta um skoðun en þá var orðið fullt á þetta fyrra og ég á biðlista. Komst svo óvænt inn daginn áður en skólinn byrjaði og í stað þess að sprikla með Rúnari Guðbrands í commedia d'ellarte eins og til stóð reyndi ég að skrifa skrítið leikrit hjá Bjarna Jónssyni.
Það var í fyrra. Núna stendur valið um - surprise! - Rúnar og Bjarna og áþekk námskeið. Þannig að ég stökk til og skráði mig á Rúnars námskeið. Hugsaði sem svo að MA ritgerðin kæmi í veg fyrir öll leikritaskrif langt frameftir vori. Og óx kröfurnar sem námskeiðið hans Bjarna gerði soldið í augum. Ég hef tvisvar áður verið á námskeiði hjá Rúnari og þóttist nokkuð viss um hvað ég væri að fara út í. Fékk síðan tannlæknareikning slengdan framan í mig sem blautri tusku og fannst mér ekki stætt á öðru en að hætta snarlega við. Ég var hvort eð er bara á biðlista. Ég var spurð að því hvort ég hefði fundið fyrir létti við þessa sparnaðarákvörðun en það var sama hvað ég gróf - ekki gat ég fundið fyrir neinu slíku. Ég þóttist þó nokkuð sátt við orðinn hlut.
Líður nú ... tiltölulega stuttur tími og skyndilega virkar Bjarna námskeið ekki svo ómögulegt. Hver segir að ég geti ekki skrifað leikrit í fullri lengd þótt ég hafi aldrei reynt það? Það þýðir ekki að troða marvaða endalaust, bara demba sér í þá djúpu o.s.frv. blablabla. Þannig að ég tók þetta síðasta lausa pláss.
Og hvað haldiði - þarna var léttirinn kominn.
sunnudagur, mars 29, 2009
mánudagur, mars 16, 2009
miðvikudagur, mars 11, 2009
Sko - ég er að skrifa MA ritgerð um vísindaskáldskap. En ekki bara vísindaskáldskap heldur einnig húsmóðurina og hlutverk hennar í tengslum við hann.
Þarna hváir fólk yfirleitt. Og breytir um umræðuefni.
Konur byrjuðu að skrifa vísindskáldsögur í stríðum straum í kringum feminstabyltinguna á sjöunda áratugnum - og þá sérstaklega á feminískum forsendum sem var nýtt - en fram að því höfðu fullt af konum skrifað eitt og annað sem var ansi merkilegt. Mörgum þeirra var húsmóðurhlutverkið hugleikið og þær tóku þessa venjulegu, óspennandi týpu og sett hana í sci-fi umhverfi. Spunnust þar alls kyns skemmtilegar pælingar. En ég ætla ekki að fara að endursegja MA ritgerðina mína.
Ég hef aldrei vitað almennilega hvaðan áhuginn á þessu efni kemur. Vissulega hef ég áhuga á vísindaskáldskap - og hef alltaf haft. En ekki er ég mikil húsmóðir. Engin börn, eiginmaður, heimilið svona rétt sleppur. Ég varð því fyrir hálfgerðu sjokki þegar ég áttaði mig á því að ég skrifaði víst svona húsmóðurhetjusögu sjálf þegar ég var 11 ára. Við höfðum fengið það verkefni í íslensku að skrifa um okkur sjálf eftir 20 ár. Þannig að við vorum strax á vísindaskáldsagnarslóðum. Á meðan hinar stelpurnar voru flugfreyjur, dýralæknar og ráðherrar var ég húsmóðir. 5 barna húsmóðir. Ólétt. Ó já. Ef þú ætlar að gera eitthvað skaltu gera það almennilega hefur alltaf verið mitt mottó. Eiginmaðurinn var hálf fjarverandi - eins og reyndar í flestum húsmóðurhetjusögum - á meðan ég barðist við mín húsmóðurlegu vandamáli í hinu tæknivædda framtíðarlandi ársins 2004. Ég man ekki hvort ég fékk einhverja einkunn en ritgerðina á ég enn einhvers staðar. Móðir mín geymdi hana því skriftin mín þótti víst ansi vel heppnuð.
Ég veit satt að segja ekki hvað þetta segir um áhuga minn á þessu ritgerðarefni. Vissulega er eitthvað ókennilegt við þessað manngerð. Svo annars-heimslegt. Eða kannski er ég bara loksins að losna við þessa hugmynd úr kerfinu.
Þarna hváir fólk yfirleitt. Og breytir um umræðuefni.
Konur byrjuðu að skrifa vísindskáldsögur í stríðum straum í kringum feminstabyltinguna á sjöunda áratugnum - og þá sérstaklega á feminískum forsendum sem var nýtt - en fram að því höfðu fullt af konum skrifað eitt og annað sem var ansi merkilegt. Mörgum þeirra var húsmóðurhlutverkið hugleikið og þær tóku þessa venjulegu, óspennandi týpu og sett hana í sci-fi umhverfi. Spunnust þar alls kyns skemmtilegar pælingar. En ég ætla ekki að fara að endursegja MA ritgerðina mína.
Ég hef aldrei vitað almennilega hvaðan áhuginn á þessu efni kemur. Vissulega hef ég áhuga á vísindaskáldskap - og hef alltaf haft. En ekki er ég mikil húsmóðir. Engin börn, eiginmaður, heimilið svona rétt sleppur. Ég varð því fyrir hálfgerðu sjokki þegar ég áttaði mig á því að ég skrifaði víst svona húsmóðurhetjusögu sjálf þegar ég var 11 ára. Við höfðum fengið það verkefni í íslensku að skrifa um okkur sjálf eftir 20 ár. Þannig að við vorum strax á vísindaskáldsagnarslóðum. Á meðan hinar stelpurnar voru flugfreyjur, dýralæknar og ráðherrar var ég húsmóðir. 5 barna húsmóðir. Ólétt. Ó já. Ef þú ætlar að gera eitthvað skaltu gera það almennilega hefur alltaf verið mitt mottó. Eiginmaðurinn var hálf fjarverandi - eins og reyndar í flestum húsmóðurhetjusögum - á meðan ég barðist við mín húsmóðurlegu vandamáli í hinu tæknivædda framtíðarlandi ársins 2004. Ég man ekki hvort ég fékk einhverja einkunn en ritgerðina á ég enn einhvers staðar. Móðir mín geymdi hana því skriftin mín þótti víst ansi vel heppnuð.
Ég veit satt að segja ekki hvað þetta segir um áhuga minn á þessu ritgerðarefni. Vissulega er eitthvað ókennilegt við þessað manngerð. Svo annars-heimslegt. Eða kannski er ég bara loksins að losna við þessa hugmynd úr kerfinu.
föstudagur, mars 06, 2009
Af því að það er alltaf svo mikil lognmolla í mínu lífi fór ég og fékk mér hlutverk í leikriti. Sýnist mér það ætla að verða hin mesta og besta skemmtun. Valin manneskja í hverju korseletti. Æfingar eru bara nýhafnar og enn sem komið er er þetta ekki að taka neinn verulegan tíma frá ritgerðasmíðum mínum eða öðru námi. Og, hugsa ég, bara hreinlega bráðnauðsynlegt. Það er svo hollt að hitta hóp af klikkuðu fólki við og við og hlægja sig máttlausan. Æfingadagbók má rýna í hér.
Annars eru litlar fréttir af öðru en annríki. 27. apríl næstkomandi verður skyndilega allt búið; ritgerð, söngur, tónheyrn, píanó - og aðeins leiksýningafjör eftir út maí. Þá verður gaman. Ég er ekki byrjuð að hugsa lengra fram í tímann enda á ég í fullu fangi með að koma skipulagi á næstu tvo mánuði án þess að ganga af göflunum.
En eftir það mun gleðin svífa yfir vötnum:
Annars eru litlar fréttir af öðru en annríki. 27. apríl næstkomandi verður skyndilega allt búið; ritgerð, söngur, tónheyrn, píanó - og aðeins leiksýningafjör eftir út maí. Þá verður gaman. Ég er ekki byrjuð að hugsa lengra fram í tímann enda á ég í fullu fangi með að koma skipulagi á næstu tvo mánuði án þess að ganga af göflunum.
En eftir það mun gleðin svífa yfir vötnum:
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)