Þarna hváir fólk yfirleitt. Og breytir um umræðuefni.
Konur byrjuðu að skrifa vísindskáldsögur í stríðum straum í kringum feminstabyltinguna á sjöunda áratugnum - og þá sérstaklega á feminískum forsendum sem var nýtt - en fram að því höfðu fullt af konum skrifað eitt og annað sem var ansi merkilegt. Mörgum þeirra var húsmóðurhlutverkið hugleikið og þær tóku þessa venjulegu, óspennandi týpu og sett hana í sci-fi umhverfi. Spunnust þar alls kyns skemmtilegar pælingar. En ég ætla ekki að fara að endursegja MA ritgerðina mína.
Ég hef aldrei vitað almennilega hvaðan áhuginn á þessu efni kemur. Vissulega hef ég áhuga á vísindaskáldskap - og hef alltaf haft. En ekki er ég mikil húsmóðir. Engin börn, eiginmaður, heimilið svona rétt sleppur. Ég varð því fyrir hálfgerðu sjokki þegar ég áttaði mig á því að ég skrifaði víst svona húsmóðurhetjusögu sjálf þegar ég var 11 ára. Við höfðum fengið það verkefni í íslensku að skrifa um okkur sjálf eftir 20 ár. Þannig að við vorum strax á vísindaskáldsagnarslóðum. Á meðan hinar stelpurnar voru flugfreyjur, dýralæknar og ráðherrar var ég húsmóðir. 5 barna húsmóðir. Ólétt. Ó já. Ef þú ætlar að gera eitthvað skaltu gera það almennilega hefur alltaf verið mitt mottó. Eiginmaðurinn var hálf fjarverandi - eins og reyndar í flestum húsmóðurhetjusögum - á meðan ég barðist við mín húsmóðurlegu vandamáli í hinu tæknivædda framtíðarlandi ársins 2004. Ég man ekki hvort ég fékk einhverja einkunn en ritgerðina á ég enn einhvers staðar. Móðir mín geymdi hana því skriftin mín þótti víst ansi vel heppnuð.
Ég veit satt að segja ekki hvað þetta segir um áhuga minn á þessu ritgerðarefni. Vissulega er eitthvað ókennilegt við þessað manngerð. Svo annars-heimslegt. Eða kannski er ég bara loksins að losna við þessa hugmynd úr kerfinu.
2 ummæli:
Samkvæmt morgunblaðinu á netinu eyða húsmæður 40% meiri tíma við heimilisstörf en húsfeður. Það er því alveg ljóst að stór þorri kvenna þykir það ekki leiðinlegt að munda uppþvottaburstann og þenja ryksuguna.
Ég hef þá kenningu að súperhúsmæður upplifi heimilisstörf eins og einstaklings role-play, þar sem þær eru í aðallhlutverki og eiga að vera ofurkonur.
En maður náttúrulega spyr sig?
Að láta sig hafa það og hafa ánægju af er ekki endilega sami hluturinn. Vissulega eru til þær týpur sem hljóta óeðlilega fróun við að skrúbba klósett og fægja silfrið. Mín kenning er sú að þær séu geðveikar. Og í svakalegum minnihluta. Mér þykir líklegt að þessar 40% (kannski 39%) eyði þeim tíma sem fer ekki í skúringar að nöldra í körlunum fyrir að gera aldrei neitt.
Skrifa ummæli