föstudagur, mars 06, 2009
Af því að það er alltaf svo mikil lognmolla í mínu lífi fór ég og fékk mér hlutverk í leikriti. Sýnist mér það ætla að verða hin mesta og besta skemmtun. Valin manneskja í hverju korseletti. Æfingar eru bara nýhafnar og enn sem komið er er þetta ekki að taka neinn verulegan tíma frá ritgerðasmíðum mínum eða öðru námi. Og, hugsa ég, bara hreinlega bráðnauðsynlegt. Það er svo hollt að hitta hóp af klikkuðu fólki við og við og hlægja sig máttlausan. Æfingadagbók má rýna í hér.
Annars eru litlar fréttir af öðru en annríki. 27. apríl næstkomandi verður skyndilega allt búið; ritgerð, söngur, tónheyrn, píanó - og aðeins leiksýningafjör eftir út maí. Þá verður gaman. Ég er ekki byrjuð að hugsa lengra fram í tímann enda á ég í fullu fangi með að koma skipulagi á næstu tvo mánuði án þess að ganga af göflunum.
En eftir það mun gleðin svífa yfir vötnum:
Annars eru litlar fréttir af öðru en annríki. 27. apríl næstkomandi verður skyndilega allt búið; ritgerð, söngur, tónheyrn, píanó - og aðeins leiksýningafjör eftir út maí. Þá verður gaman. Ég er ekki byrjuð að hugsa lengra fram í tímann enda á ég í fullu fangi með að koma skipulagi á næstu tvo mánuði án þess að ganga af göflunum.
En eftir það mun gleðin svífa yfir vötnum:
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég EELLSSKA þetta myndband. Takk fyrir að hressa upp á daginn minn...
Úbbs. Talandi um æfingadagbók... nenniru kannski að skrifa um kvöldið, ef þið ákváðuð ekkert áðan?
Skrifa ummæli