sunnudagur, mars 29, 2009

Ef ég væri að blogga hérna væri ég sennilega að segja langar, ítarlegar og blóðugar sögur af tannóförum mínum.

Einnig:

Söngnámssuð
Tónheyrnartuð
Þjóðfélagþraus
Leiklistarleiðindi
Heimilisharmkvæli
Mastersritgerðarmjálm

Og svo margt fleira.

Eins gott að ég blogga barasta ekki neitt. Ég geri ekki fólki slíkt.

Engin ummæli: