mánudagur, september 01, 2003
Það er alltaf sama sagan þegar maður byrjar á einhverjum framkvæmdum. Allt í einu sér maður allt rykið í horninu - hið metafóríska svo og eiginlega ryk. Mestur tími um helgina fór í að skrapa málningu af sturtubotninu á meðan nágrannakona mín einbeitti sér að því að gera vaskinn þann hreinasta í heimi og losa hann við allan kísil. Við erum hugsanlega of smámunasamar. Svo lekur klósettið víst líka og ekki er hægt að mála gólfið fyrr en búið er að laga það og svona verða allar samræður við mig út þessa viku.
Í öðrum fréttum þá tókst mér að tapa öðrum kettinu. Lísa litla (áður Smeagle) stökk út um glugga kl. hálf fjögur í gær og hefur ekki sést síðan. Gabríel er hæstánægður og hefur ekki eytt jafn miklum tíma heima hjá sér í rúman mánuð. Nú fær hann loksins frið til að sofa. Eigingjarna kvikindi. Annars hafa bæst við tveir kvenmenn á þrítugsaldri í húsið og báðar virðast vera ástfangnar að honum og vilja ættleiða þannig að það væsir nú ekki um hann þótt Lísa flækist aðeins fyrir fótum hans.
Í öðrum fréttum þá tókst mér að tapa öðrum kettinu. Lísa litla (áður Smeagle) stökk út um glugga kl. hálf fjögur í gær og hefur ekki sést síðan. Gabríel er hæstánægður og hefur ekki eytt jafn miklum tíma heima hjá sér í rúman mánuð. Nú fær hann loksins frið til að sofa. Eigingjarna kvikindi. Annars hafa bæst við tveir kvenmenn á þrítugsaldri í húsið og báðar virðast vera ástfangnar að honum og vilja ættleiða þannig að það væsir nú ekki um hann þótt Lísa flækist aðeins fyrir fótum hans.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli