þriðjudagur, janúar 25, 2005
Enn á ný er ég án leigjanda. Hann Joel tók upp á því að láta reka sig úr landi og frá með morgundeginum verður kjallarherbergið mitt autt á ný. Hann bankaði upp á hjá mér í gærkvöldi og tilkynnti mér tíðindi. Sagði einnig að hinn leigjandinn væri búinn að redda einhverri stelpu til að taka við herberginu. Ég veit ekki hvað mér á að finnast um það. Helst vildi ég fá að velja mína leigjendur sjálf, takk fyrir. Drengurinn er soldið farinn að haga sér eins kóngur í ríki sínu þarna í kjallaranum og ef einhver vinkona hans dettur þarna inn mun mér halda áfram að finnast eins og ég sé að stelast inn í íbúð einhvers í hvert skipti sem ég ætla í þvottahúsið.
Þannig að nú er tækifærið fyrir einhvern heimilislausan og reglusaman einstakling sem hefur bara ráð á að leigja sér herbergiskytru. Um er að ræða 12 m2 herbergi með aðgangi að baðherbergi, eldhúsi og þvottahúsi á besta stað í Reykjavík. Leigusali er einstaklega geðprúður og þolinmóður svo lengi sem leigan er borguð á réttum tími og handrukkarar halda sig í hæfilegri fjarlægð.
Viðbót: ef einhver hefur áhuga er málið bara að hringja í mig í síma 6926012
Þannig að nú er tækifærið fyrir einhvern heimilislausan og reglusaman einstakling sem hefur bara ráð á að leigja sér herbergiskytru. Um er að ræða 12 m2 herbergi með aðgangi að baðherbergi, eldhúsi og þvottahúsi á besta stað í Reykjavík. Leigusali er einstaklega geðprúður og þolinmóður svo lengi sem leigan er borguð á réttum tími og handrukkarar halda sig í hæfilegri fjarlægð.
Viðbót: ef einhver hefur áhuga er málið bara að hringja í mig í síma 6926012
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hvað er borgað fyrir svona herbergi á mánuði?
kv gua
Skrifa ummæli