miðvikudagur, janúar 12, 2005

Nú á að senda mig í einhverja grunsamlega tónfræði og veit ég ekki hvernig mér á að finnast. Ég á að mæta í dag til skeptísks kennara sem heldur að ég muni skítfalla í öllu. Betta (söngkennari) er hins vegar bjartsýn sem sólin og fullviss þess að ég bara reddi þessi og karlinn viti ekkert í sinn haus. Nýtir hún í því samhengi þau vafasömu rök að ég sem fullorðin manneskja verði mun fljótari að ná þessu heldur en krakkar. Þetta er nefnilega einhver hraðferðar kúrs sem hefur staðið yfir frá því í haust og er nær eingöngu setinn af 15 ára krökkum. Gaman gaman. Eina huggunin er sú að ég er ekki sú eina sem er að dýfa sér með lokuð augun í djúpu laugina þessa dagana. Nakin.

1 ummæli:

Sigga Lára sagði...

Já. ég er reyndar líka orðin þeirrar skoðunar að maður læri miklu betur og meira þegar maður er stór heldur en lítill.
Skoraðu bara manngrýluna á hólm og rúllaðu þessu upp.