laugardagur, janúar 15, 2005
Það sem kemur upp úr krafsinu þegar tekið er til í skápum. Eftirfarandi er allt sem ég skrifaði niður eftir að hafa hitt hana Amy Engilberts heima hjá Björgu 9. mars árið 1993. Við höfðum tekið okkur saman þrjú; ég, Björg og Viggó þáverandi kærastinn hennar og fengið hana til spá fyrir okkur. Það er skemmst frá því að segja að reynsla okkar var misjöfn og ekki voru allir jafn ánægðir. Ég hef verið að leita að þessi í mörg ár og oft blaðað í bókinni þar sem þetta fannst núna en ekkert gengið. Sennilega átti ég ekki að finna þetta fyrr en núna - þ.e. ef ég tryði á svoleiðis.
Hérna er það sem ég skrifaði niður - orðrétt:
Amy Engilberts 9/3 '93
Ég er ákveðin, tilfinninganæm, tortryggin, metnaðarfull. Mun verða "leiðbeinandi." Mikið með börnum. Mun eignast nokkur börn, aðallega stráka. Seinni hluti '94 viðburðarríkur. Gerist gífurlega margt '95-'96, sérstaklega '96. Flyt að heima, mun búa í útlöndum (vissi ekki hvar). Börn mun ég eignast með nokkuð löngu millibili, þau verða vernduð, þ.e. ekkert mun koma fyrir þau. Ég held áfram að mennta mig - sagði ekki við hvað ég ynni. Mun ganga vel í starfi, sérstaklega um fertugt, alltaf betur og betur, staðna ekki. Giftist manni sem er jafn ákveðinn og ég. Hef góða "intelectual" línu í hægri lófanum. Mun verða vel efnuð. Gáfuð hvað varðar fjármál (?) Ef ég verð ekkja mun ég giftast aftur. Vinn vel þegar ég ætla mér það. Ég á endilega að syngja - læra að syngja. Ég á eftir að verða öfunduð. Á eftir að vinna við eitthvað stórt fyrirtæki; ríkið, Eimskip - eitthvað þess háttar. Maðurinn minn er ríkur, vinnan í sambandi við sjóinn eða nálægt sjónum. Á að taka E vítamín, magníum og kalsíum og fá nægan svefn.
Þetta er skuggalegt; ég fékk nægan svefn í nótt. Þá er bara að taka vítamínið sitt og skella sér niður á höfn. Kemur einhver með? ;)
Viðbót: Aðrar gersemar sem ég gróf upp úr skápnum voru annars vegar gamla snú-snú bandið mitt og Rubik's Cube anno 1982 (sennilega orðinn antík.) Nú verður gaman!
Hérna er það sem ég skrifaði niður - orðrétt:
Amy Engilberts 9/3 '93
Ég er ákveðin, tilfinninganæm, tortryggin, metnaðarfull. Mun verða "leiðbeinandi." Mikið með börnum. Mun eignast nokkur börn, aðallega stráka. Seinni hluti '94 viðburðarríkur. Gerist gífurlega margt '95-'96, sérstaklega '96. Flyt að heima, mun búa í útlöndum (vissi ekki hvar). Börn mun ég eignast með nokkuð löngu millibili, þau verða vernduð, þ.e. ekkert mun koma fyrir þau. Ég held áfram að mennta mig - sagði ekki við hvað ég ynni. Mun ganga vel í starfi, sérstaklega um fertugt, alltaf betur og betur, staðna ekki. Giftist manni sem er jafn ákveðinn og ég. Hef góða "intelectual" línu í hægri lófanum. Mun verða vel efnuð. Gáfuð hvað varðar fjármál (?) Ef ég verð ekkja mun ég giftast aftur. Vinn vel þegar ég ætla mér það. Ég á endilega að syngja - læra að syngja. Ég á eftir að verða öfunduð. Á eftir að vinna við eitthvað stórt fyrirtæki; ríkið, Eimskip - eitthvað þess háttar. Maðurinn minn er ríkur, vinnan í sambandi við sjóinn eða nálægt sjónum. Á að taka E vítamín, magníum og kalsíum og fá nægan svefn.
Þetta er skuggalegt; ég fékk nægan svefn í nótt. Þá er bara að taka vítamínið sitt og skella sér niður á höfn. Kemur einhver með? ;)
Viðbót: Aðrar gersemar sem ég gróf upp úr skápnum voru annars vegar gamla snú-snú bandið mitt og Rubik's Cube anno 1982 (sennilega orðinn antík.) Nú verður gaman!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Noh. Snúsnú í sumar?
Skrifa ummæli