sunnudagur, janúar 02, 2005

Svo ég skellti mér á áramótafagnað í gær. Fullt af fólki sem ég þekkti ekki neitt stóð fyrir alls herja partýi í flugskýli í Nauthólsvíkinni og hafði hóað í vini og vini vina sem áttu að mæta með grímu og glóandi og glasandi. Fullkomlega rökrétt túlkun á því þema var svo að vefja hárinu mínu saman við litla jólaseríu og mæta spræk. Sem ég gerði. Fékk búningaverðlaunin fyrir vikið - mína eigin freyðivínsflösku - sem ég mátti ekki við. Það verður reyndar að viðurkennast að samkeppnin var ekki ýkja hörð.

Er loksins að skríða saman á sál og líkama í þessum töluðu orðum. Hef gefist upp á því að koma bursta í gegnum hárið sem er ansi illa fyrir kallað eftir seríumeðferðina. Bíð eftir símtali frá bróður mínum sem ætlaði að draga mig með í 5 bíó (13 mínútur til stefnu - sé það ekki gerast). Íbúðin er skuggalega illa fyrir kölluð og ég finn hvergi afmælisumbúðarpappírinn sem ég veit að ég á lager af.

*andvarp*

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt árið!

Ásta sagði...

Sömuleiðs og þakka þér, ónefnda manneskja.

Gadfly sagði...

Góð mynd af þér en ljósin sjást ekki vel. hefur örugglega verið fantaflott.