mánudagur, mars 21, 2005
Andskotinn! Einhvern veginn hef ég orðið mér út um auma bletti á tungunni. Ég skal spara ykkur físíksar lýsingar en get þó sagt að þetta er pirrandi svona eins og eftir að maður hefur borðið eitthvað súrt. Og mér finnst ég alltaf vera þyrst þótt ég sé það ekki. Óþægindin byrjuðu fyrir svona viku og sjúkdómsgreindi ég mig á þann hátt að mig vantaði vítamín og fór að gúffa í mig einhver nýútrunnu fjölvítamíni + nýútrunnum járntöflum sem ég fann uppi í skáp. Tungugreyið byrjaði strax að lagast og hugsaði ég ekki meira út í það – þangað til núna. Ég tók vítamínin í gær (en hef hugsanlega gleymt því kvöldið áður) og nú er allt komið á byrjunarreit. Spurningin er s.s. hvort að sjúkdómsgreiningin hafi verið rétt, hvort ég eigi að vera að bögga lækni með einhverju þessháttar smámunum og hvort það sé ekki allt í lagi að éta vítamín þótt þau séu ekki glæný.
Annars er það í bígerð hjá mér að brjóta smá odd af oflæti og hef ég sótt um hlutastarf í skúringum. Nú er ég haldin þeirri bjargföstu trú að ræstitæknivinna sé með þeim göfugri í okkar samfélagi og talsvert skemmtilegri en margt annað sem borgin hefur upp á að bjóða. Ég mundi t.d. fyrr láta krossfesta mig með ryðguðum nöglum heldur en að vera:
• Fatahengjari á skemmtistað
• Símasöludýr
• Blaðamaður á DV og/eða Séð og Heyrt
• Módel
• Lögga
• Alþingismaður
Til allra lukku á ég ekki á hættu með að verða ráðin í neitt af ofangreindum störfum.
Annars er það í bígerð hjá mér að brjóta smá odd af oflæti og hef ég sótt um hlutastarf í skúringum. Nú er ég haldin þeirri bjargföstu trú að ræstitæknivinna sé með þeim göfugri í okkar samfélagi og talsvert skemmtilegri en margt annað sem borgin hefur upp á að bjóða. Ég mundi t.d. fyrr láta krossfesta mig með ryðguðum nöglum heldur en að vera:
• Fatahengjari á skemmtistað
• Símasöludýr
• Blaðamaður á DV og/eða Séð og Heyrt
• Módel
• Lögga
• Alþingismaður
Til allra lukku á ég ekki á hættu með að verða ráðin í neitt af ofangreindum störfum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég er með skúringavinnu fyrir þeig ef þú vilt.
Það getur bara vel verið
Skrifa ummæli