þriðjudagur, mars 15, 2005

Árás skyndibitans

Ef einhver skyldi detta inn í hið annars ágæta mexíkóska veitingahús Culiacan í Skeifunni skal sá hinn sami hér með varaður við stórhættilegum rétti sem veitingahúsið hefur á matseðli sínum. Santa fe salat (með kjúkling). Á ótímabærum dauða mínum átti ég von en að verða fyrir salatárás var frekar neðarlega á lista væntinganna. Þessi annars prýðilega bragðgóði réttur inniheldur nefnilega m.a. niðurmulda og mjög árásagjarna nachosbita. Þegar egghvössu bitunum hefur verið blanda haganlega saman við kjúkling, salsa, kál og fleira góðgæti og fórnarlambið skóflað í sig eins og einum munnbita verður hættan ljós. Engin leið er að spá fyrir um hvernig nachosbitarnir lenda uppi í munninum. Grunlaus neytandinn finnur skyndilega fyrir hvössum hornunum á viðkvæmum stöðum og verður að fara mjög varlega þegar tuggið er. Því miður áttaði ég mig ekki á hættunni nú í hádeginu og er nú með frekar ljótt sár í gómnum þar sem nachoshelvítið skar á mig gat! Mexikóskir réttir eru greinilega aðeins fyrir þá allra hörðustu og í dag var ég dæmd úr leik.

2 ummæli:

Svandís sagði...

Illa andsetna salat. Láttu Ástu í friði !!! Grrr.

Nafnlaus sagði...

Salat dauðans. Ætti að standa á matseðlinum.