þriðjudagur, júlí 12, 2005

Ég er *svona* nálægt því að geyma bara alla peningana mína undir koddanum. Það er ekki hægt að treysta fyrirtækjum fyrir fjármálum. Hér væri alveg kjörið tækifæri fyrir mig að ranta soldið um samskipti mín við KB banka* en staðreyndin er sú að þegar fjármál fara til fjandans á svo stórbrotin hátt eru alla jafnan mörg fyrirtæki sem koma að verki. T.d. bankinn sem var seinn að biðja launagreiðendur að leggja inn á nýjan reikning, launagreiðendur sem gera ekki eins og þeim er sagt, búðareigendurnir sem renna kortum í gegn og biðja aldrei um heimild og svo við sauðirnir með plastmiðana okkar sem höfum ekki hugmynd um hvernig allt virkar.

Spunkhildur stakk upp á vöruskiptum og sjálfsþurftabúskap og sýnist mér það framtíðin. Hef hugsað mér að rækta kartöflur, rabbabara og sólber í bakgarðinum og bjóða á hagstæðum kjörum þeim lánadrottnum sem banka upp á.

______________________
* Launin mín voru ekki lögð inn á nýja reikninginn en debit kortið virkaði samt í viku á engri innistæðu og hvarflaði ekki að mér að þau væru einhvers staðar annars staðar þar sem fyrrnefndur Kb banki var búinn að taka af mér gamla debit kortið.

Talaði reyndar við bankann eftir að ég skrifaði þessa færslu og það er búið að redda fjármálunum þannig að ekki get ég kvartað undan þjónustunni.

3 ummæli:

Þórunn Gréta sagði...

Ég pant vera svaramaður þegar þið Hróðmar gangið í það heilaga. Sjáumst í hljómfræði II :D

Ásta sagði...

Hehe :) Ertu að fara í hljómfræði II í Tónó í haust? Ég er að spá í hvort það sé ekki sniðugara fyrir mig að taka almennilegan kúrs í staðinn fyrir þessa megahraðferð í sumarnámskeiðunum (þótt þau séu óneitanlega ódýrari.) Það hafðist í þetta skipti en eitthvað segir mér að Hljómfræði II verði ekki léttari.

Þórunn Gréta sagði...

Jább, hljómfræði II. Og hún er ekki léttari en hljómfræði I, ég er búin að kíkja á yfirferðina. Ég skil ekki af hverju þau kenna ekki söguna í sumarnámskeiðum frekar en tónheyrn og hljómfræði... það er miklu minna mál að læra sögu á hraðferð heldur en að þjálfa á sér eyrun...