þriðjudagur, júlí 05, 2005

Víííí!

Hróðmar prófdómari (sem ég er mikið að spá í að giftast og fæða börn) skildi eftir skilaboð á talhólfinu mínu og sagði að ég hefði fengið átta. Ég náði fjandans hljómfræði prófinu!! Reyndar bara rétt svo og hann sagði að ég væri með "um átta" sem ég veit ekki alveg hvað þýðir.* Ætli endanlega tala fari ekki eftir lundarfari prófdómara? Ég veit bara að klukkan hálf ellefu í gærkvöldi - þegar ég hafði setið sveitt í prófinu í samtals fjóra og hálfan tíma voru nóturnar farnar að synda fyrir augunum á mér og þótt Hróðmar gerðist svo elskulegur að líta á prófið mitt og gefa í skyn að þar væri eitthvað sem ég gæti lagað var ekki séns að ég kæmi auga á það á þeim tímapunkti. Stundum borgar sig heldur ekki að laga einhverjar smávægilegar vitleysur því þá er maður líklegur til búa til nýjar og miklu verri.

Eníhú - ég ætla að kíkja á prófið á fimmtudaginn og sjá hvað fór úrskeyðis. Mig grunar að hann vilji sjá að ég skilji villurnar áður en hann neglir niður einkunnina.

_______________________
* Maður þarf að fá átta til ná. Mér skilst að það sé ekki hægt að fá 10 og þú ert dreginn niður um hálfan fyrir hverja vitleysu.

2 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Ég hef fulla trú á þér. Þetta mun trixast á bezta veg. Hinsvegar þarftu að fara að halda tónleika bráðum, ég hef aldrei heyrt þig syngja aleina. Heya...

Ásta sagði...

Hehe - held það þurfi ansi mikið vatn að fossast til sjávar áður en ég held tónleika. Hins vegar gæti verið kominn tími á aðra karókíheimsókn hjá okkur. Það eru bara rúm sjö ár síðan við fórum síðast ;)