sunnudagur, mars 19, 2006
Skrattans - ætlaði virkilega að taka til höndum í heimsíðu Nornabúðarinnar í dag eftir leikæfingu og þá þurftu allar innan- og utanhúss tengingar í vinnunni að vera með stæla - og ég ekki með nothæft html forrit heima. Þannig að þarna er mín afsökun fagurlega afgreidd og innpökkuð.
Í staðinn lærði ég fyrir hljómfræði og glápti úr mér augun á ringlaðar fyrirsætur bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi reyna að hljóta náð fyrir augum dómnefndar áður en taugalömun gerði út af við þær. Köllum það rannsóknarvinnu fyrir tilvonandi MA rigerð. Jájá.
Helgin hefur að öðru leiti verið ansi róleg. Fyrir utan Ampop tónleikana á NASA á föstudagskvöldið. Ég var nú bara að selja diska og boli ásamt Nönnu og Stebba bróður hennar og heyrði því meira en ég sá en það reyndist vera heljarinnar mannfræðistúdía út af fyrir sig. Í alla staði áhugvert og böndin mjög góð. Ég hélt ég hefði fengið að heyra mikil fangaðarlæti í Þjóðleikhúskjallaranum þegar Jón Geir tók sína trommutakta en þetta var nú eiginlega bara soldið ógnvekjandi. Hrein og klár öskur sem yfirgnæfðu alla tónlist - og ég sem hef alltaf staðið í þeirri meiningu að íslenskir tónleikagestir væri alla jafnan frekar kuldalegir og til baka. Þeir eru greinlega allir að koma til. Svona líka.
Sötraði einn bjór allt kvöldið til að sýna réttan lit og var launað með mígreni ættað úr dýpstu fylgsnum helvítis frá kl. 8 á laugardagsmorgun og frameftir degi. Bjór er því aftur kominn á bannlistinn. Annað hvort það eða ég þarf að þróa með mér meira þol. Auglýsi hérmeð eftir úthaldsgóðum drykkjufélögum. Langbest að taka á þessu eins og hverju öðru átaki.
Í staðinn lærði ég fyrir hljómfræði og glápti úr mér augun á ringlaðar fyrirsætur bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi reyna að hljóta náð fyrir augum dómnefndar áður en taugalömun gerði út af við þær. Köllum það rannsóknarvinnu fyrir tilvonandi MA rigerð. Jájá.
Helgin hefur að öðru leiti verið ansi róleg. Fyrir utan Ampop tónleikana á NASA á föstudagskvöldið. Ég var nú bara að selja diska og boli ásamt Nönnu og Stebba bróður hennar og heyrði því meira en ég sá en það reyndist vera heljarinnar mannfræðistúdía út af fyrir sig. Í alla staði áhugvert og böndin mjög góð. Ég hélt ég hefði fengið að heyra mikil fangaðarlæti í Þjóðleikhúskjallaranum þegar Jón Geir tók sína trommutakta en þetta var nú eiginlega bara soldið ógnvekjandi. Hrein og klár öskur sem yfirgnæfðu alla tónlist - og ég sem hef alltaf staðið í þeirri meiningu að íslenskir tónleikagestir væri alla jafnan frekar kuldalegir og til baka. Þeir eru greinlega allir að koma til. Svona líka.
Sötraði einn bjór allt kvöldið til að sýna réttan lit og var launað með mígreni ættað úr dýpstu fylgsnum helvítis frá kl. 8 á laugardagsmorgun og frameftir degi. Bjór er því aftur kominn á bannlistinn. Annað hvort það eða ég þarf að þróa með mér meira þol. Auglýsi hérmeð eftir úthaldsgóðum drykkjufélögum. Langbest að taka á þessu eins og hverju öðru átaki.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ég þarf á aðstoð við að byggja þol upp a nýju í sumar... annars eru bjór og rauðvín mígrenivaldar satans. betra að halda sig bara við hvítvínið eða hreinna áfengi til að losna við slíkt. vodka, td...
Hvítvín og romm! Preach it sistah!
Skrifa ummæli