miðvikudagur, júlí 19, 2006

MávurEr til einhver rótföst regla sem segir til um hvort skrifa eigi “mávur” eða “máfur” – vaff eða eff? Ég veit að báðar útgáfur eru til og að finna í íslensku orðabókinni þótt þar sé “mávur” settur í aðalsæti og “máfur” aðeins = sjá mávur. Enda segir hver titrandi taugafruma í líkamanum mér að “mávurinn” sé hinn eini rétti og þegar ég sé effið frekjast með blóðlangar mig til að kroppa það burt. En hvað segja spekingarnir um málið?

Annars man ég nú ekki betur en að fuglinn í fjörunni heiti már þannig að þessi smámunasemi er kannski óþörf.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er með þetta eins og bleyjurnar,- nú má víst skrifa bleia(!!) hvernig sem fólki dettur slíkt í hug en auðvitað segir maður og skrifar mávur, ekki spurning..

Varríus sagði...

svo skilst mér að fólki sé selt sjálfdæmi um hvort það skrifar peysa eða peisa.

Sem mér finnst óvarlega farið með sjálfdæmi, þar sem fólk er fífl og er vel trúandi til að misnota traustið og skrifa peisa.

Vona svo að Sýnarfólk fatti og nái að notfæra sér allt fjaðrafokið (pun intended) í kringum máv/fa og skaðræði þeirra til kynningar á sýningunni.

Mikinn skít!

Spunkhildur sagði...

Ekkert er ljótara en ljót peisa.