föstudagur, júlí 07, 2006

Maraþon rennsli í gær - 90% handritslaust - sem þýddi að ég þurfti að "hvísla" sirka helmingnum af textanum í leikara. Þetta er nú samt allt að koma. En ég er dauðuppgefin eftir gærdaginn. Ætla því að leyfa mér að svindla og setja inn þessar myndir í staðinn fyrir innsæisfullar lýsingar á gærdeginum - eins og mér er nú annars tamt.



Upphitun - ég er ekki svo viss um að þið viljið vita hvað var að gerast þarna



Já og svo það sé á hreinu þá er þetta ekki rétt leikmynd. Eða leikhús.



Masha (Anna Begga) og Trígorín (Tolli) í heimspekilegum vangaveltum



Arkadína (Júlía) og Tréplev (Gummi) rifja upp fallegar minningar



Formaður (Hrund) og leikstjóri (Denni) skeggræða


Frí í dag - guði sé lof - en annað eins á döfinni. En þá förum við líka að færa okkur yfir í Elliðarárdal sem ætti að vera ólíkt meira hressandi. Svo lítur út fyrir að ég sé komin með hlutverk - sennilega eitt það minnsta í bókmenntasögunni frá því að Varríus var og hét. Jafnvel minna því engan texta mun ég hafa. A.m.k. alveg jafn textalaust. Og miðað við hversu gífurlega mikill Shakespeare-fanboy Tsjekoff var þá kæmi ekki á óvart þótt þarna væri enn ein lymskuleg tilvísunin.

2 ummæli:

Varríus sagði...

Til að fyrirbyggja misskilning þá vil ég taka fram að Varríus heitir í höfuðið á samnefndri persónu í Measure for Measure, en ekki hinum málglaða nafna hans í Anthony and Cleopatra.

Ásta sagði...

Ah - auðvitað. Enda minnti mig ekki að það hefði kjaftað svona á honum hver tuska.