miðvikudagur, júní 28, 2006
Skyndilega allt að gerast:
* Ég hef fengið formlega inngöngu í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Loksins! Sjálfstæðismyrkraröflin eru loksins að vinna í mína þágu.
* Er að hvísla að minnislausum leikurum í uppfærslu á Tjekkoffska Mávinum hjá Leikfélaginu Sýnir. Með Sýndar lagi. Þið hafið aldrei séð slíka uppfærslu hjá Þjóðleikhúsinu góðir hálsar.
* Auður er aftursnúin með jafnvel meira eirðarleysi í farteskinu en hrjáir mig sem þýðir ... örugglega eitthvað. Það eru plön - bæði þau sem bíða eftir að verða hrint í framkvæmd og svo þau sem enn eiga eftir að fæðast.
Mig langar að gera milljón hluti en þyrfti helst að komast í frí. Garðurinn er að leggjast í órækt, landsbyggðin í öllu sínu veldi kallar til mín, sjónvarpið hefur tapað aðdráttarafli sínu og ég er með frítt í sundlaugar ÍTR í sumar. Nú hrín ég á gott veður!
* Ég hef fengið formlega inngöngu í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Loksins! Sjálfstæðismyrkraröflin eru loksins að vinna í mína þágu.
* Er að hvísla að minnislausum leikurum í uppfærslu á Tjekkoffska Mávinum hjá Leikfélaginu Sýnir. Með Sýndar lagi. Þið hafið aldrei séð slíka uppfærslu hjá Þjóðleikhúsinu góðir hálsar.
* Auður er aftursnúin með jafnvel meira eirðarleysi í farteskinu en hrjáir mig sem þýðir ... örugglega eitthvað. Það eru plön - bæði þau sem bíða eftir að verða hrint í framkvæmd og svo þau sem enn eiga eftir að fæðast.
Mig langar að gera milljón hluti en þyrfti helst að komast í frí. Garðurinn er að leggjast í órækt, landsbyggðin í öllu sínu veldi kallar til mín, sjónvarpið hefur tapað aðdráttarafli sínu og ég er með frítt í sundlaugar ÍTR í sumar. Nú hrín ég á gott veður!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli