fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Ég var að komast að því áðan að ég á að fara í píanópróf næstkomandi þriðjudag.

*Ígg*

Og tónlistarsögupróf á miðvikudaginn og, ef ég er rosa heppin, kontrapunktspróf á fimmtudaginn (þótt kennarinn hafi hálflofað að sleppa jólaprófi). Svo eru það tónleikarnir mánudaginn 4. desember sem - ójá - eru líka próf. Jibbí.

Tónlistarsöguna ætla ég að reyna að bulla mig út úr og kannski verður ekkert próf í kontrapunkti. Tónleikunum get ég varla klúðrað nema ég gleymi textanum og ég kann hann nú þegar.

Píanó hinsvegar ...

Ég man óljóst eftir því að hafa spilað á píanó fyrir fólk á einhverri skólafúnksjón í æsku. Ég man ekki hvernig mér gekk. Mamma var að rifna úr stolti en það er við því að búast þegar 10 ára krakkar viðra hæfileika sína. Ekki að ég hafi verið sérstaklega hæfileikarík. Ég nennti a.m.k. aldrei að æfa mig og þótt ég hafi lært í 3 ár var ég búin að gleyma öllu þegar kom á fullorðinsár. Ég stend því á byrjunarreit algjörlega upp á nýtt. Mér finnst reyndar miklu skemmtilegra að æfa mig núna - hvert lag verður að þraut sem gaman er að leysa og mér var ómögulegt að líta þannig á málið í gamla daga. Málið er bara að það er svo miklu auðveldara að feika mistök í söng - maður lætur bara eins og það hafi átt að vera þannig eða sendir óverðskuldaðar og eitraðar augnörvar í átt að píanistanum. Feilnóta í píanóverki verður aldrei neitt annað en feilnóta.

Ég ætti kannsk að bryðja róandi...

8 ummæli:

Svandís sagði...

Þú eisar þetta :) Gangi þér vel.

Hörður S. Dan sagði...

já ekki nokkur spurning, þú átt eftir að svífa eins og frisbí í gegnum þetta.

um að gera að fá sér bara einn til tvo bjóra fyrir hverja æfingu, og detta svo ærlega í það fyrir prófið.

Una Dóra sagði...

Tékkaðu á almúganum

Halla sagði...

elsku besta, ekki bryðja róandi fyrir prófið,- það mun enginn trúa eitruðu augngotunum enda gætu þær beinst að gluggatjöldunum eða áhorfendum.. í stað píanistans! TuTU og brake a leg í öllu þessu prófafári;-) knús úr norðri!

Ásta sagði...

Hnuss! Aldrei má maður ekki neitt! :þ

Takk annars :)

jennZla sagði...

Jei það er alltaf svo gaman í prófum, hefur svo slakandi áhrif á mann ;o) Greinilega meira um próf í þínum skóla en mínum!! Og alltaf að líta að björtu hliðarnar...heppin að vera bara að spila á píanó! Pældu í því ef þú værir að spila á strengjahljóðfæri þar sem maður þarf bara akkúrat að hitta á réttan blett á strengnum, sem bæ-ðe-vei er ekki merktur inn, til að það komi rétt nóta! Það er að minnsta kosti mjög augljóst á píanói hvar maður á að ýta og að það komi sú nóta sem maður vildi að kæmi :o)

Ásta sagði...

Það er reyndar svo skrítið með píanókennara að þeim virðist vera nokk sama um vitlausar nótur og firrast þeim mun meira yfir því hversu fast maður slær þær.

Spunkhildur sagði...

Próf-smóf.
Ég skal viðurkenna það að ég hef ekki verið alveg með á nótunum(fynd) hvað varðar tónlistarlegan frama og nám af þinni hálfu.

En eitt veit ég þó: Þú ert hörku pæja og ég hef aldrei séð þig klúðra eða klikka.

Og það segir mér að þetta fari allt vel. Fortíðin segir best til um framtíðina.