mánudagur, nóvember 13, 2006

Helgi hinna miklu öfga. Ég eyddi bróðurpartinum af laugardeginu í Hugleikshúsinu að aðstoða við stórfelldar aðgerðir. Mikið þrifið, sorterað, hent, fært, smíðað, brotið og hannað. Það fer að verða ógisslega fínt hjá okkur. Ég var svo gjörsamlega eftir mig eftir þessar aðgerðir að ég stóð varla í lappirnar að þeim loknum og eyddi nær öllum sunnudeginum við flatmögun (rétt stóð upp til að fara í sturtu og æfa mig á píanó.)

Úff - það ætlar að verða þrautinni þyngra að komast í gegnum þetta haust. Ég sé heitar gular strendur í hillingum og eygi enga von um að komast á slíkar fyrr en í fyrsta lagi 2012.

Kannski ekki vitlaust að eyða hinum tvennu örlagaríku tímamótum á einni slíkri...

4 ummæli:

Siggalára sagði...

Hlakka hroðalega til að fara út í Hugleikhús og sjá árangurinn! Svo vorum við Júlía að halda einhvern tíma kjellingakvöld með púrtvíni þar sem við komum saman úti á Eyjarslóð og saumum ósamstæðar gardínur úr ölu gardínuefninu fyrir eldhúsgluggann og fleiri.

Ásta sagði...

Láttu mig vita þegar þú ferð - ég er búin að redda teppi á sviðið og nenni ekki að hafa það í bílnum alltof lengi.

Spunkhildur sagði...

Heimsendapartý, það er snilld.

Ásta sagði...

Heimsendafertugsafmæli. Enda ekki annað hægt í stöðunni.