föstudagur, nóvember 03, 2006Af gefnu tilefni

Nei ég er ekki atvinnulaus. Bara soldið blönk þessa dagana. Þensla og svona. Tannlæknakostnaður og tölvukaup. Lumar einhver á hentugri aukavinnu í desember?

4 ummæli:

Halla sagði...

Mundi hiklaust ráða þig, ef ég hefði yfir einhverri vinnu að ráða þarna á höfuðborgarsvæðinu! Vona að þér takist að fá vinnu, knús að norðan;-)

Gerður sagði...

Víst nóg að gera hjá póstinum í desember... ;o)

Ásta sagði...

Úff - ég hef unnið hjá póstinum í desember. Þegar ég var 15 ára. Það var meiri þrælavinnan. Brjáluð stórhríð allan mánuðinn og venjulega staffið sat inni og sorteraði og sendi mann strax aftur út þegar maður kom inn með tómar töskurnar. Aldrei aftur. Enda verð ég að finna vinnu eftir kl. 4 og um helgar.

skotta sagði...

þeir eru að flokka póstinn eftir 4 og um helgar ;)