mánudagur, nóvember 20, 2006
Mig vantar sundfélaga.
Samkvæmt ráðleggingum sjúkraþjálfara er mér hollast að fara í sund fjórum sinnum í viku til að halda baki og mjöðm í sæmilegu ásigkomulagi. Það getur bara verið erfitt að halda þeirri rútínu gangandi þegar skítakuldi er úti, ég er þreytt eftir vinnu og skóla, myrkur skollið á um miðjan dag og vikudagurinn endar á erri.
Það var fínt að hafa Nönnu og félaga til að fara með í sund á árum áður þótt sumir hafi verið hændari að heita pottinum en djúpu lauginni. Ég nefni að sjálfsögðu engin nöfn. Úlfhildur er hins vegar ekki ennþá tilbúin til að skella sér til sunds í stórhríð þannig að sennilega er vænlegast fyrir mig að leita á önnur mið.
Ég er bara svo miklu líklegri til að dröslast af stað ef einhver annar þarf að dröslast með mér.
Sund er hin besta skemmtun og gríðarlega heilnæm. Og margfallt ódýrari en bansettar líkamsræktarstöðvarnar. Ef ekkert annað trekkir að er hægt að stunda kroppastútíu í pottunum. Er ekki hægt að lokka einhvern með? Fjórum sinnum í viku? Eða þrisvar og ég fer einu sinni ein. Ég er sveigjanleg í samningum...
Samkvæmt ráðleggingum sjúkraþjálfara er mér hollast að fara í sund fjórum sinnum í viku til að halda baki og mjöðm í sæmilegu ásigkomulagi. Það getur bara verið erfitt að halda þeirri rútínu gangandi þegar skítakuldi er úti, ég er þreytt eftir vinnu og skóla, myrkur skollið á um miðjan dag og vikudagurinn endar á erri.
Það var fínt að hafa Nönnu og félaga til að fara með í sund á árum áður þótt sumir hafi verið hændari að heita pottinum en djúpu lauginni. Ég nefni að sjálfsögðu engin nöfn. Úlfhildur er hins vegar ekki ennþá tilbúin til að skella sér til sunds í stórhríð þannig að sennilega er vænlegast fyrir mig að leita á önnur mið.
Ég er bara svo miklu líklegri til að dröslast af stað ef einhver annar þarf að dröslast með mér.
Sund er hin besta skemmtun og gríðarlega heilnæm. Og margfallt ódýrari en bansettar líkamsræktarstöðvarnar. Ef ekkert annað trekkir að er hægt að stunda kroppastútíu í pottunum. Er ekki hægt að lokka einhvern með? Fjórum sinnum í viku? Eða þrisvar og ég fer einu sinni ein. Ég er sveigjanleg í samningum...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Er ekki vit í að rölta það er sagt að ganga sé góð fyrir bakið?
Ég nenni lítið að rölta nema ég hafi áfangastað og ef ég hef áfangastað liggur mér yfirleitt of mikið á komast þangað til að ég nenni að rölta.
Sund hentar mér prýðilega - það dopplar líka sem ágætis hugleiðsluþerapía og slökun.
heh, ég er alveg að fíla þig í að vera alltaf seinn. er stundum kallaður hörður korter út af seinaganginum.
ég ætla að bæta blogginu þínu á bloggið mitt.
mig langar í suuund! *grenj*. fer 2x í viku með úlfhildi en þá fær hún að synda en ekki ég. ef maðurinn minn hættir einhverntíman að vinna allan sólarhringinn get ég skotist með þér annað slagið amk. eftir áramót ætla ég að fá mér kort í sund og rækt á reykjalundi. þar er staður án útlitsdýrkenda og dásamleg sundlaug. inni-það er heitt og þú ert velkomin með
Hörður: Sagðist ég vera sein? Löt já en ekki sein. Mér finnst reyndar ekki gaman að mæta tímanlega til vinnu en hef engum sagt frá því (fyrir utan vinnustaðinn). Þú veist kannski eitthvað sem ég veit ekki? Ég bætti líka þínu bloggi við.
Nanna: ég er alveg til í Mosósund með þér á næsta ári. Ætla reyndar að verða mér út um árskort í ÍTR laugar á næsta ári en það er fínt að fá smá tilbreytingu í þetta.
Mér leiðist sund en ef þú nennir í magadans er ég til. Það er áreiðanlega ekki verri þjálfun fyrir bakið en sund.
Skrifa ummæli