föstudagur, desember 01, 2006



Þessa mynd hlakka ég mikið til að sjá. Ég hef í raun verið að bíða eftir henni síðan ég las bókina fyrst fyrir 19 árum síðan.

6 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Las hana um daginn. Ilmandi bókmenntir.

Ef menn ná þessu hárfína sem finnst aðeins í himsins bestu bókum.

ó,jú´jú

Nafnlaus sagði...

Datt það í hug þegar ég sá auglýsinguna fyrst. Bokin er góð en ansi ohugnanleg á köflum.

fangor sagði...

ég er einmitt á því að það sé engan vegin hægt að kvikmynda þessa bók. hún verður bara enn ein sagan af klikkuðum fjöldamorðingja á hvíta tjaldinu ef þú hefur ekki lyktarlýsingarnar til að upplifa. kannski er hægt að kvikmynda ilm. sjáum til.

Berglind Rós sagði...

Spennandi! Vonandi tekst vel til, það var svo mögnuð upplifun að lesa þessa bók.

Ásta sagði...

Ég er fyrir löngu búin að toga allar væntingar niður. Trixið er að gera sér grein fyrir að um allt annan miðil er að ræða og því allt öðruvísi frásögn. Sumir þættir verða að víkja fyrir öðrum sem ná kannski að njóta sín betur.

Nafnlaus sagði...

þetta verður spennandi að sjá - þessi bók er svo föst í huga manns