fimmtudagur, desember 14, 2006
Húsnæðishopp fólksins í kringum mig hefur hreyft við einhverjum eirðarleysishnút í mér. Mig langar líka í nýja íbúð. Sennilega fyrst og fremst vegna þess að ég er búin að fá leið á nágrönnunum og leigjendunum. Og alltof stórum garði. Ég vil ekki þurfa að díla við neitt nema mig, köttinn og það sem gerist innan veggja íbúðarinnar.
Sambærilegar íbúðir eru settar á ca. 100% hærra verð en það sem ég keypti mína á fyrir fimm árum. Nú langar mig til að selja þessa og kaupa mér aðrar - með stærra eldhúsi og hugsanlega baðkari í fullri stærð - svölum og engum garði - og í öðru og óvinsælla hverfi. Kannski Kópavogi. Læt mig svo dreyma um að græða einhvern pening á skiptunum svo ég geti keypt mér píanó.
Verst að ég þyrfti þá að byrja á því að skipta um gler í gluggunum í stofunni og því nenni ég alls ekki.
Sambærilegar íbúðir eru settar á ca. 100% hærra verð en það sem ég keypti mína á fyrir fimm árum. Nú langar mig til að selja þessa og kaupa mér aðrar - með stærra eldhúsi og hugsanlega baðkari í fullri stærð - svölum og engum garði - og í öðru og óvinsælla hverfi. Kannski Kópavogi. Læt mig svo dreyma um að græða einhvern pening á skiptunum svo ég geti keypt mér píanó.
Verst að ég þyrfti þá að byrja á því að skipta um gler í gluggunum í stofunni og því nenni ég alls ekki.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
kópavogur-smópavogur. beint í mosó! þú ert fljótari í vinnuna og heim þaðan en úr kópavogi.
átt bara að kaupa þér pappakassa, það geri ég alltaf þegar mig vantar pening. búa svo bara þar sem þig listir, í pappakassa. mjög praktískt.
Skrifa ummæli