miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Hafiði heyrt nýjasta brandarann? Meðlimir Feministafélagsins mótmæla klámráðstefnu. Það má endalaust hafa gaman af þessu. Jafnvel hægt að líkja þeim við nasista - slík er fyndnin.

Er ekki stórhættulegt að láta bendla sig við þessa hreyfinu? Eiga ekki allir hugsandi kvenmenn að stinga höfðinu í sandinn og kalla sig "jafnréttissinna" - svona til að enginn misskilji örugglega?

Afneitar fólk kristnidómi og segir sig úr þjóðkirkjunni umvörpum í hvert skipti sem Gunnar í Krossinum segir eitthvað heimskulegt? Hættir fólk afskipum af stjórnmálum þegar ráðherrar stíga upp í kokið á sér? Mér er spurn.

Ekki að ég sé að líkja konunum í Feministafélaginu við Gunnar í Krossinum - né kalla viðhorf þeirra heimskulegt sem það er alls ekki. En ég má alveg kalla mig feminista án þess að gangast undir og taka þátt í öllu því sem Feministafélagið tekur sér fyrir hendur. Síðast þegar ég gáði var feminismi hvorki trúfélag né stjórnmálaflokkur - heldur hugmyndafræði.

Og ég er orðin afskaplega þreytt á því að í hvert skipti sem Feministafélagið vekur athygli á einhverju sem misbýður þeim snýst öll umræðan um réttmæti feminista til að segja skoðun sína og sama bitra tuggan tuggin enn á ný.

3 ummæli:

Sigga Lára sagði...

Soldið sniðugt sem var verið að benda á í fréttum stöðvar 2 í gær.

Fyrir ekkert mörgum árum síðan þótti nebblega ekkert að því að svipta Falun-gongarana ferðafrelsi og senda þá öfuga heim, þar sem þeir hugðust vera með þögul og friðsamleg mótmæli! (Ljóslega stórhættulegt!)

En svo kemur klámið og það er bara ekkert hægt að gera. Þeir ætla líklega ekki að gera neitt sem er neitt mjög ólöglegt... Og ungir sjálfstæðismenn bera því við að okkur vanti endilega peningana sem kámiðnaðurinn ætlar að eyða hér.

Erum við hórur eða hvað?

Nafnlaus sagði...

"Feminismi" er ónothæft orð. Merking þess er orðin álíka fimbulfamb og "postmodernismi" og "goth". Getur táknað öfgastefnu sem fengi argasta nasista til að blygðast sín fyrir miðjumoð, þá skoðun að ekki megi berja konur bara fyrir að vera konur og allt þar á milli.

Þórunn Gréta sagði...

Ætli það sé ekki bara best að hætta að skilgreina sjálfan sig og sínar skoðanir. Annars tók ég svipaðan pól í hæð og Sigga Lára. Ef það er frá Kína, þá er hætta á kommúnisma og þá er í lagi að banna því að vera hér, en ef það er klám, þá er engin hætta á neinu sóðalegu. Kommúnismi er miklu hætturlegri en klám. Hvað skyldu sjallarnir vera að gera þarna í Valhöll? Tilbiðja uppstoppaðan Larry Flint, því hann var fánaberi frjálshyggju og ungfolahroka? Að öðru leyti var ég ekkert mikið að hugsa um hvað ætti að gera við þessa klámsjúklinga. Mér finnst klám ógeð, en ég geri mér grein fyrir því að ég get ekki töfrað alla á þá skoðun.