Þ.e. líkaminn kallar á frostpinna en mig grunar að það sé hausinn sem er eitthvað að mistúlka þörf fyrir sól og sælu á þennan hátt. Birtu og hitastig er farið að minna á vor og eftirvænting eftir sumri samfara því.
Þið vitið þetta kannski ekki um mig en ég er sveitastúlka í eðli mínu. Mér hefur tekist að sveipa um mig hinum ýmsum þæginum borgarlífsing og reynt að láta þau koma í staðinn en innst inni langar mig mest af öllu að rölta út á Hjálparflöt með berjatínuna eða klifra upp á nærliggjandi hól og virða fyrir mér sveitina í þægilegri sumargolu.
Auðvitað gæti þetta bara verið vegna þess að ég sé fyrir mér alltof mikið innilíf í nánustu framtíð. Skólasetan minnkar ekkert fyrr en nær dregur maí og nú á ég að taka stigspróf á píanó þannig að æfingarnar verða að aukast að sama skapi. Svo er það Bingó-aðstoðin sem ég er búin að lofa mér í. Þetta er kannski ástæðan fyrir því að ég læt freistast á sumrin til að taka þátt í sprelli á vegum Leikfélagsins Sýnir. Útiveran kallar.
Á meðan á þessu öllu stendur er algjörlega útilokað að 25 snaróðir hestar gætu dregið mig út í garð til að dytta að. Maður verður að hafa einhverjar þversagnir í sínu lífi.
1 ummæli:
Sæt mynd.
Skrifa ummæli