miðvikudagur, apríl 18, 2007

Beljurnar vita hvað þær syngja. Nú er ég að koma undan vetri og eirðarlaus sem aldrei fyrr. Þolinmæðin gjörsamlega á þrotun og löngun til að gera eitthvað að heltaka mig. Brjótast út úr fjósinu og dansa á túnum. Fjósið verandi Ísland og/eða vinnan mín í þessu samhengi.

Ég var kölluð "vinan" í 600raðasta skipti í símanum í morgun. Eitthvað snappaði.


2 ummæli:

fangor sagði...

ég skil þig svo vel. úlfhildur virðist hafa erft sumargleðina frá móður sinni,hún vaknaði galvösk kl. 6 í morgun. ég skrapp í búð áðan og átti í mestu erfiðleikum með að aka ekki bara af stað eitthvað út í buskann.

Nafnlaus sagði...

óvinan mín...

ó vinan mín...

vinur minn?

vinkona mín?

jæja vinan...

jæja argintæta?

ég veitiggi...