fimmtudagur, apríl 26, 2007
Mikið svakalega hefur visir.is dalað undanfarin ár. Einu sinni vann þarna fólk sem lagði metnað sinn í koma með vel skrifaðar og tímabærar fréttir en ég veit ekki hvaða sauðir eru við stjórnvölin þarna núna. Ekki finn ég upplýsingar um það á síðunni.
Það er svosem engin ein frétt sem er að fara fyrir brjóstið á mér heldur samansafn af ýmsum illa skrifuðum fréttum undanfarna mánuði þar sem málfarið og úrvinnslan var ekki samboðin illa ritandi örvita á huga.is. Þó fékk þessi frétt þann vafasama heiður að fylla mælinn. Til samanburðar má líta á sömu frétt á mbl.is - þar sem ennþá virðist vera til eitthvað sem heitir vinnubrögð.
Sömu hlutir að koma fram í báðum fréttum og þessi á vísi reyndar aðeins betur skrifuð en margar hafa verið upp á síðkastið (engar enskuslettur í þetta skipti) en lítil atriði í framsetningunni geta haft svo mikið að segja. Þannig virðist Vísis fréttin hafa gefið einhverjum geðsjúklingi leyfi til að réttlæta nauðganir í kommentunum og jafnframt segir valið á myndinni - og textanum undir henni - þeim sem eru móttækilegur fyrir slíkum skilaboðum að þær séu nú allar ýlandi dræsur hvort eð er og kannski hafi norsku perrandi bara rétt fyrir sér.
Glæsilegt.
Það skiptir líka ansi miklu máli á hvernig orðum frétt er lokið - því það eru gjarnan þau sem sitjast fastast í lesendum. Mbl.is klikkir út með vonbrigðum norskra stjórnmálamanna á meðan Vísir.is talar um að há prósenta telji að ef konur klæði sig djarflega "sé nauðgun að hluta eða alveg henni að kenna".
Ekki vil ég hafa þá yfirlýsingu sem mín lokaorð. Fyrst ég get ekki sagt upp fríum vefmiðli verð ég láta mér duga að taka hann út sem aðalsíðu í vafranum og sverja og sárt við leggja að fara aldrei þangað aftur.
Það er svosem engin ein frétt sem er að fara fyrir brjóstið á mér heldur samansafn af ýmsum illa skrifuðum fréttum undanfarna mánuði þar sem málfarið og úrvinnslan var ekki samboðin illa ritandi örvita á huga.is. Þó fékk þessi frétt þann vafasama heiður að fylla mælinn. Til samanburðar má líta á sömu frétt á mbl.is - þar sem ennþá virðist vera til eitthvað sem heitir vinnubrögð.
Sömu hlutir að koma fram í báðum fréttum og þessi á vísi reyndar aðeins betur skrifuð en margar hafa verið upp á síðkastið (engar enskuslettur í þetta skipti) en lítil atriði í framsetningunni geta haft svo mikið að segja. Þannig virðist Vísis fréttin hafa gefið einhverjum geðsjúklingi leyfi til að réttlæta nauðganir í kommentunum og jafnframt segir valið á myndinni - og textanum undir henni - þeim sem eru móttækilegur fyrir slíkum skilaboðum að þær séu nú allar ýlandi dræsur hvort eð er og kannski hafi norsku perrandi bara rétt fyrir sér.
Glæsilegt.
Það skiptir líka ansi miklu máli á hvernig orðum frétt er lokið - því það eru gjarnan þau sem sitjast fastast í lesendum. Mbl.is klikkir út með vonbrigðum norskra stjórnmálamanna á meðan Vísir.is talar um að há prósenta telji að ef konur klæði sig djarflega "sé nauðgun að hluta eða alveg henni að kenna".
Ekki vil ég hafa þá yfirlýsingu sem mín lokaorð. Fyrst ég get ekki sagt upp fríum vefmiðli verð ég láta mér duga að taka hann út sem aðalsíðu í vafranum og sverja og sárt við leggja að fara aldrei þangað aftur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ooooh... Ég vildi að ég gæti gert það líka! En þar sem þetta var í fyrsta - og eina - skiptið sem ég hef farið inn á visir.is... Ég get allavega lofað að gera það aldrei aftur!
Skrifa ummæli