fimmtudagur, september 27, 2007
Er ég rosalega kaldrifjuð að finnast það að læra til prests vera álíka gagnlegt og gullgerðarlist og stjörnuspeki? Guðfræði - og þá meina ég trúarbragðafræði - sem slík er áhugaverð stúdía en kirkjubatteríið sem fylgir í kjölfarið... æi. Ég sé ekki tilgagn í að halda lífinu í fræðum sem byggja á hindurvitnum og stórum og allt of langlífum grundvallar misskilningi.
Nú er ég búin að móðga ca. helming að fólki sem ég þekki - svo og kalla yfir mig reiði Almættisins - og ætla að finna mér eitthvað lystugt að borða. Mötuneytið er ekki að uppfylla þá skyldu í dag með brauðsúpu (ojjjjjjjjj) og "sjávarréttum í brauðkollu". Ég læt nú ekki bjóða mér hvað sem er.
Nú er ég búin að móðga ca. helming að fólki sem ég þekki - svo og kalla yfir mig reiði Almættisins - og ætla að finna mér eitthvað lystugt að borða. Mötuneytið er ekki að uppfylla þá skyldu í dag með brauðsúpu (ojjjjjjjjj) og "sjávarréttum í brauðkollu". Ég læt nú ekki bjóða mér hvað sem er.
mánudagur, september 24, 2007
Embla er búin að eignast sitt fjórða barn - það sjöunda sem hjónin eiga saman. Það varð stúlka sem heitir Theresa Rós. Held að allt sé í lukkunar velstandi þar á bæ.
Sjálf er ég búin að eignast hjól og er hæstánægð með. Ég þarf að vísu að láta skipta um hnakk á því en er að öðru leyti nokkuð sátt með 12 þús. króna lítið notaðann gripinn. Nú bíð ég eftir mannsæmandi veðri svo ég get ætt um götur bæjarins á tryllitækinu.
Sjálf er ég búin að eignast hjól og er hæstánægð með. Ég þarf að vísu að láta skipta um hnakk á því en er að öðru leyti nokkuð sátt með 12 þús. króna lítið notaðann gripinn. Nú bíð ég eftir mannsæmandi veðri svo ég get ætt um götur bæjarins á tryllitækinu.
föstudagur, september 21, 2007
Ég ætti að vera orðin nokkuð vel lúsalaus núna - það kemur a.m.k. ekkert úr kambinum - en ætla að klára jukkið um helgina til að vera alveg viss. Pestarógeðið sem ég bætti á mig í kjölfarið virðist í rénum og ég get vonandi farið að mæta á þær alltof mörgu æfingar sem ég hef þurft að slaufa upp á síðkastið - að maður tali nú ekki um félagslífið þótt sennilega sé skynsamlegt að hafa hægt um sig a.m.k. fram að næstu helgi.
Annars hef ég verið svo gífurlega uppteking af eigin armæðu svo og leikstjóranámskeiðinu að fátt annað hefur komist að. Til dæmis almennt heimilishald og endrubætur á sameign. Nágrannakonan lærði loks að bretta upp á ermar og hefur farið eins og stromsveipur um húsið og málað allt - hátt og lágt. Ég hef ekkert gert nema skammast mín. Nú bíð ég bara eftir að fá nóga heilsu/tíma til að sýna smá lit.
Ég er að hugsa um að kaupa mér hjól. Er það ekki skynsamlegt svona fyrir veturinn?
Annars hef ég verið svo gífurlega uppteking af eigin armæðu svo og leikstjóranámskeiðinu að fátt annað hefur komist að. Til dæmis almennt heimilishald og endrubætur á sameign. Nágrannakonan lærði loks að bretta upp á ermar og hefur farið eins og stromsveipur um húsið og málað allt - hátt og lágt. Ég hef ekkert gert nema skammast mín. Nú bíð ég bara eftir að fá nóga heilsu/tíma til að sýna smá lit.
Ég er að hugsa um að kaupa mér hjól. Er það ekki skynsamlegt svona fyrir veturinn?
fimmtudagur, september 13, 2007
Á dauða mínum átti ég von.
En lús á gamals aldri hefði mig aldrei grunað.
Ég hef ekki hugmynd um hvar ég gæti hafa krælt mér í hana. Kötturinn er hafinn yfir allan grun því ófénaðurinn þrífst víst bara á mannablóði. Nú er það svo að hún smitast bara frá hári til hárs. Ég man ekki hvenær ég var síðast í návígi við annarra manna hár (sem er kannski eins gott því þá eru líkurnar á að ég hafi smitað aðra frekar litlar). Mér dettur helst í huga að einhvern hafi klæjað í hausinn á Kofanum um þarsíðustu helgi. Þar voru allir hoppandi og skoppandi og aldrei að vita hvaða ferðaleg þessi kvikindi hafa farið í.
Eftir að hafa fríkað út eftir miðnætti í nótt og farið ífýluför dágóðan bíltúr um Reykjavík í leit að opnu apóteki er ég miklu rólegri og með plan í höndum. Er búin að þaulgreiða mér og maka ólyfjan í allt hárið og vefja kyrfilega inn í klút. Skal það gerjast til kl. 11 í kvöld. Föt, teppi, púðar komnir í poka eða þvottavél og lús hérmeð gerð brottræk úr mínu lífi.
Mér finnst soldið skondið að ég skuli vera að segja alþjóð frá þessu þegar ég kinkaði bljúg kolli í morgun þar sem apótekarakonan var að útskýra fyrir mér að ég þyrfti að fjarlægja alla bangsa frá barninu.
En svona upplýsingum má maður víst ekki halda út af fyrir sig.
En lús á gamals aldri hefði mig aldrei grunað.
Ég hef ekki hugmynd um hvar ég gæti hafa krælt mér í hana. Kötturinn er hafinn yfir allan grun því ófénaðurinn þrífst víst bara á mannablóði. Nú er það svo að hún smitast bara frá hári til hárs. Ég man ekki hvenær ég var síðast í návígi við annarra manna hár (sem er kannski eins gott því þá eru líkurnar á að ég hafi smitað aðra frekar litlar). Mér dettur helst í huga að einhvern hafi klæjað í hausinn á Kofanum um þarsíðustu helgi. Þar voru allir hoppandi og skoppandi og aldrei að vita hvaða ferðaleg þessi kvikindi hafa farið í.
Eftir að hafa fríkað út eftir miðnætti í nótt og farið í
Mér finnst soldið skondið að ég skuli vera að segja alþjóð frá þessu þegar ég kinkaði bljúg kolli í morgun þar sem apótekarakonan var að útskýra fyrir mér að ég þyrfti að fjarlægja alla bangsa frá barninu.
En svona upplýsingum má maður víst ekki halda út af fyrir sig.
þriðjudagur, september 11, 2007
Vei!! Allir Bloggarar að ná í Semagic - virkar svo miklu betur heldur en þessi drasl w.Blogger og er ekki lengur bara fyrir Live Journal. Eftir að ég fór í Blogger andlistlyftinguna vildi sá síðarnefni ekki virka fyrir mig (fyrir ringlaða: þetta eru lítil forrit sem maður notar til að blogga - mun þægilegra heldur en að dröslast í gegnum margar vafrarasíður).
Mér tókst að taka bakið nokkuð föstum tökum og ligg núna daglega á hitapoka til að fyrirbyggja allt sem hægt er. Helgin fór aðallega í leikritasamlestur en einnig smá árshátíð á Domo og bíóferð á Astrópíu. Sem sagt; hin menningarlegasta. Maturinn var guðdómlegur og myndi mikil og góð skemmtun. Það var að vísu uppselt á hana þegar ég mætti á svæðið en Auður var þegar mætt og búin að kaupa sér miða. Litlu miðasölustúlkurnar þorðu greinilega ekki í okkur og létu mig bara samt hafa miða og þótt eitthvað af krökkum hafi víst þurft að sitja í stólum til hliðana sat ég frekjulega í mestu makindu í mínu þægilega bíósæti og kunni ekki að skammast mín.
Leikstjórnarnámskeiðið byrjaði í gær og ætlar að verða mjög fróðlegt og skemmtilegt. Það er afskaplega kvenmiðað því það urðu talsverð karlaafföll á síðustu stundu. Sem er reyndar fínt því þá er fólk ekki alltaf að eltast við að láta fólk leika bara samkvæmt kynum. Neyðin kennir naktri konu að spinna.
Mér tókst að taka bakið nokkuð föstum tökum og ligg núna daglega á hitapoka til að fyrirbyggja allt sem hægt er. Helgin fór aðallega í leikritasamlestur en einnig smá árshátíð á Domo og bíóferð á Astrópíu. Sem sagt; hin menningarlegasta. Maturinn var guðdómlegur og myndi mikil og góð skemmtun. Það var að vísu uppselt á hana þegar ég mætti á svæðið en Auður var þegar mætt og búin að kaupa sér miða. Litlu miðasölustúlkurnar þorðu greinilega ekki í okkur og létu mig bara samt hafa miða og þótt eitthvað af krökkum hafi víst þurft að sitja í stólum til hliðana sat ég frekjulega í mestu makindu í mínu þægilega bíósæti og kunni ekki að skammast mín.
Leikstjórnarnámskeiðið byrjaði í gær og ætlar að verða mjög fróðlegt og skemmtilegt. Það er afskaplega kvenmiðað því það urðu talsverð karlaafföll á síðustu stundu. Sem er reyndar fínt því þá er fólk ekki alltaf að eltast við að láta fólk leika bara samkvæmt kynum. Neyðin kennir naktri konu að spinna.
miðvikudagur, september 05, 2007
Hó boj... aaaaaaaalltof langt síðan ég hef farið í sund. Bakið mótmælir hástöfum, er búið að pakka ofan í sundtösku og komið hálfa leiðina í Laugardalinn.
Enda ekki vitlaust þegar framundan eru maraþon leikleistrarstundir þar sem fjöldinn allur af fantagóðum leikritum hefur verið lagður fram sem væntanlegt vetrarverkefni Hugleiks. Ég öfunda ekki sjálfa mig af því að þurfa að velja á milli. Ég þarf líka að sitja í vinnunni - og í samsöng, og á óperuæfingum - en standa í söngtímum og undirleikstímum sem er heldur ekki gott. S.s. ég er á leiðinni í hönk og nú er ráð til að taka í tíma.
Tók að vísu smá ráð um síðustu helgi í fimmtugsafmæli Önnu Beggu og Andreu þar sem veislugestir voru sendir á vergang fyrsta klukkutímann um neðri Þingholtin að leita að illfinnanlegum leiðbeiningum og fara eftir ruglingslegum kortum. Þar kom Júróvisjónþekking sér einstaklega vel ellegar væru við sennilega þarna ennþá, þrammandi um öngstræti. Partýið sjálft reyndist síðan mikið og gott og entist fram eftir öllu og endaði á öldurhúsi og það var áfengi, dans og hvaðeina. Hið besta mál.
En nú er ég farin. Þið getið fundið mig marinerandi í pottinum í Laugardalslaug upp úr 12:10.
Enda ekki vitlaust þegar framundan eru maraþon leikleistrarstundir þar sem fjöldinn allur af fantagóðum leikritum hefur verið lagður fram sem væntanlegt vetrarverkefni Hugleiks. Ég öfunda ekki sjálfa mig af því að þurfa að velja á milli. Ég þarf líka að sitja í vinnunni - og í samsöng, og á óperuæfingum - en standa í söngtímum og undirleikstímum sem er heldur ekki gott. S.s. ég er á leiðinni í hönk og nú er ráð til að taka í tíma.
Tók að vísu smá ráð um síðustu helgi í fimmtugsafmæli Önnu Beggu og Andreu þar sem veislugestir voru sendir á vergang fyrsta klukkutímann um neðri Þingholtin að leita að illfinnanlegum leiðbeiningum og fara eftir ruglingslegum kortum. Þar kom Júróvisjónþekking sér einstaklega vel ellegar væru við sennilega þarna ennþá, þrammandi um öngstræti. Partýið sjálft reyndist síðan mikið og gott og entist fram eftir öllu og endaði á öldurhúsi og það var áfengi, dans og hvaðeina. Hið besta mál.
En nú er ég farin. Þið getið fundið mig marinerandi í pottinum í Laugardalslaug upp úr 12:10.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)