föstudagur, september 21, 2007

Ég ætti að vera orðin nokkuð vel lúsalaus núna - það kemur a.m.k. ekkert úr kambinum - en ætla að klára jukkið um helgina til að vera alveg viss. Pestarógeðið sem ég bætti á mig í kjölfarið virðist í rénum og ég get vonandi farið að mæta á þær alltof mörgu æfingar sem ég hef þurft að slaufa upp á síðkastið - að maður tali nú ekki um félagslífið þótt sennilega sé skynsamlegt að hafa hægt um sig a.m.k. fram að næstu helgi.

Annars hef ég verið svo gífurlega uppteking af eigin armæðu svo og leikstjóranámskeiðinu að fátt annað hefur komist að. Til dæmis almennt heimilishald og endrubætur á sameign. Nágrannakonan lærði loks að bretta upp á ermar og hefur farið eins og stromsveipur um húsið og málað allt - hátt og lágt. Ég hef ekkert gert nema skammast mín. Nú bíð ég bara eftir að fá nóga heilsu/tíma til að sýna smá lit.

Ég er að hugsa um að kaupa mér hjól. Er það ekki skynsamlegt svona fyrir veturinn?

2 ummæli:

skotta sagði...

Köpti mér hjól í sumar, hef notað það heilum 10 sinnum.....það er misskilningur að það sé gaman að hjóla á malarvegum!

Spunkhildur sagði...

Ég hefði getað selt þér topphjól, en því var stolið í sumar. Grrr...