þriðjudagur, september 11, 2007

Vei!! Allir Bloggarar að ná í Semagic - virkar svo miklu betur heldur en þessi drasl w.Blogger og er ekki lengur bara fyrir Live Journal. Eftir að ég fór í Blogger andlistlyftinguna vildi sá síðarnefni ekki virka fyrir mig (fyrir ringlaða: þetta eru lítil forrit sem maður notar til að blogga - mun þægilegra heldur en að dröslast í gegnum margar vafrarasíður).

Mér tókst að taka bakið nokkuð föstum tökum og ligg núna daglega á hitapoka til að fyrirbyggja allt sem hægt er. Helgin fór aðallega í leikritasamlestur en einnig smá árshátíð á Domo og bíóferð á Astrópíu. Sem sagt; hin menningarlegasta. Maturinn var guðdómlegur og myndi mikil og góð skemmtun. Það var að vísu uppselt á hana þegar ég mætti á svæðið en Auður var þegar mætt og búin að kaupa sér miða. Litlu miðasölustúlkurnar þorðu greinilega ekki í okkur og létu mig bara samt hafa miða og þótt eitthvað af krökkum hafi víst þurft að sitja í stólum til hliðana sat ég frekjulega í mestu makindu í mínu þægilega bíósæti og kunni ekki að skammast mín.

Leikstjórnarnámskeiðið byrjaði í gær og ætlar að verða mjög fróðlegt og skemmtilegt. Það er afskaplega kvenmiðað því það urðu talsverð karlaafföll á síðustu stundu. Sem er reyndar fínt því þá er fólk ekki alltaf að eltast við að láta fólk leika bara samkvæmt kynum. Neyðin kennir naktri konu að spinna.

Engin ummæli: