fimmtudagur, nóvember 01, 2007
Vita ekki allir af Schubert óperunni sem ég er í - og ætla að mæta? Frumsýning er á morgun og generalprufa í kvöld og ég á ennþá eftir að klára einn kjól. Þetta væri svo miklu einfaldara ef ég þyrfti ekki að vinna eða mæta í skóla. Sem betur fer er mjög skynsamlegt sýningaplan á verkinu þar sem sýnt verður í þrjá daga samfleytt - frí í einn - og svo lokasýning á þriðjudag. Laugar- og sunnudagssýningarnar eru kl. 3 um daginn.
En myndir segja vonandi meira en orð:
Dr. Tóta smalar riddurum
Rannveig er greifynjan Ludmilla
Rakel, Anna Vala og Laufey
Já. Úff. Eftir að ég sá þessa mynd fór búningur Benedikts (Udolin) í yfirhalningu og Tinna (Isella) fékk nýjan kjól (eða fær þegar ég klára hann).
En myndir segja vonandi meira en orð:
Dr. Tóta smalar riddurum
Rannveig er greifynjan Ludmilla
Rakel, Anna Vala og Laufey
Já. Úff. Eftir að ég sá þessa mynd fór búningur Benedikts (Udolin) í yfirhalningu og Tinna (Isella) fékk nýjan kjól (eða fær þegar ég klára hann).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Eins og ég sagði á laugardaginn, eftir að hafa séð sýninguna ykkar, þið voru svo góð, að ég vildi óska að kórinn sem ég er í væri að hálfu leyti eins góður. Kv. mamma
Skrifa ummæli