fimmtudagur, nóvember 27, 2003
Annað kvöld verður stefnan tekin á Þingvöll þar sem skrifastofa Fasteignanna ætlar að gæða sér á jólahlaðborði í Valhöll (mmm... borð). Strax eftir matinn ætlar ég hins vegar að bruna í bæinn og það sem eftir lifir helgar hef ég engin fastmótuð plön. Nema hvað ég er staðráðin í að leika mér. Vill einhver leika við mig?
Einnig: kraftaverk gerast enn: Fúlhildur er byrjuð að blogga á ný. Og eins og aðrir góðir Íslendingar hefur hún bók að plögga.
Þið þurfið ekki að vera hrædd en það hjálpar.
Einnig: kraftaverk gerast enn: Fúlhildur er byrjuð að blogga á ný. Og eins og aðrir góðir Íslendingar hefur hún bók að plögga.
Þið þurfið ekki að vera hrædd en það hjálpar.
þriðjudagur, nóvember 25, 2003
Ég veit ekki hvað skal segja. Það verður ekki reynt við flæðandi, samræmdan texta í dag.
Ég á nýja þvottavél. Liggaliggalá!
Við þurfum að finna upp nýja og umfram allt hljóðláta aðferð við að bora í veggi.
Jóhanna Ýr á afmæli - til hamingju með daginn! Þú verður bara 29 ára einu sinni.
"Survivor" - Rupert rekinn - ég vissi það!
Þetta gengur ekki lengur - ég verð að finna mér eiginmann. Einhvern sem er tilbúinn til að hjálpa mér að bera sumardekkin (á felgum) úr bílnum og í útigeymsluna undir stiganum.
Ég á mér nýja uppáhaldsstað - Mama's Tacos í Lækjargötu. Ódýr, hollur og guðdómlega góður skyndibiti.
Ef einhvern langar til að sitja í sal og horfa á upptökur á "Viltu vinna milljón" þá gefst hinum sama tækifæri til þess í kvöld. Bara hafa samband við undirritaða sem ætlar ekki að mæta en mun í staðinn fylgjast með "Amazing race" þótt hún viti alveg hver vinnur keppnina.
Fúlhildur Ljótbjörg kom að máli við mig og vill endilega fá taka þátt í jóladiskinum sem hún hefur heyrt að sumir hverjir séu að planleggja. Vill hún gjarnan taka eitt létt jólalag (eða jafnvel fallega textann sem hún samdi við eitt af lögunum úr "War of the Worlds") til að breiða út friðarboðskapinn og plögga nýju bókina sína - "Mergjuð martröð: ævi Jóns frá Bægisá séð í nýju ljósi" - í leiðinni. Hún lofar glæstum söng.
Ég á nýja þvottavél. Liggaliggalá!
Við þurfum að finna upp nýja og umfram allt hljóðláta aðferð við að bora í veggi.
Jóhanna Ýr á afmæli - til hamingju með daginn! Þú verður bara 29 ára einu sinni.
"Survivor" - Rupert rekinn - ég vissi það!
Þetta gengur ekki lengur - ég verð að finna mér eiginmann. Einhvern sem er tilbúinn til að hjálpa mér að bera sumardekkin (á felgum) úr bílnum og í útigeymsluna undir stiganum.
Ég á mér nýja uppáhaldsstað - Mama's Tacos í Lækjargötu. Ódýr, hollur og guðdómlega góður skyndibiti.
Ef einhvern langar til að sitja í sal og horfa á upptökur á "Viltu vinna milljón" þá gefst hinum sama tækifæri til þess í kvöld. Bara hafa samband við undirritaða sem ætlar ekki að mæta en mun í staðinn fylgjast með "Amazing race" þótt hún viti alveg hver vinnur keppnina.
Fúlhildur Ljótbjörg kom að máli við mig og vill endilega fá taka þátt í jóladiskinum sem hún hefur heyrt að sumir hverjir séu að planleggja. Vill hún gjarnan taka eitt létt jólalag (eða jafnvel fallega textann sem hún samdi við eitt af lögunum úr "War of the Worlds") til að breiða út friðarboðskapinn og plögga nýju bókina sína - "Mergjuð martröð: ævi Jóns frá Bægisá séð í nýju ljósi" - í leiðinni. Hún lofar glæstum söng.
mánudagur, nóvember 24, 2003
miðvikudagur, nóvember 19, 2003
Ég á toll. Keypti stóra flösku af Kapteini og aðra af Bailey's þegar ég kom til landsins. Hef verið á landinu núna í á fjórða dag og áfengið allt óhreyft! Hver vill hjálpa mér með veigarnar - t.d. næstu helgi? Það blunda óteljandi kokteilmöguleikar í þessum tveimur flöskum...
Annars vil ég gjarnan vekja athygli lesenda á þeim sem ég tel vera verðugan arftaka Fúlhildar Ljótbjargar (a.m.k. þangað til hún byrjar að skrifa aftur). Á það bæði við um hina beinskeytti ádeilu hans og flæðandi stílinn sem ber ótvíræðan keim af listaverkinu Ástríki þótt ekki sé nokkur ástæða til að ætla að um bein tensl milli verkana sé að ræða. Ég er að sjálfsögðu að tala um hina stórskemmtilegu dýra/glæpasögu Kisans, "Speaking of fish." Lesið og dæmið sjálf.
Annars vil ég gjarnan vekja athygli lesenda á þeim sem ég tel vera verðugan arftaka Fúlhildar Ljótbjargar (a.m.k. þangað til hún byrjar að skrifa aftur). Á það bæði við um hina beinskeytti ádeilu hans og flæðandi stílinn sem ber ótvíræðan keim af listaverkinu Ástríki þótt ekki sé nokkur ástæða til að ætla að um bein tensl milli verkana sé að ræða. Ég er að sjálfsögðu að tala um hina stórskemmtilegu dýra/glæpasögu Kisans, "Speaking of fish." Lesið og dæmið sjálf.
mánudagur, nóvember 17, 2003
Komin heim í heiðardalinn - lands hinnar eilífu diet-Pepsí gnóttar og íslenskra stafa.
Já svo virðist sem diet Pepsí sé bannað í Svíþjóð. Það vildi a.m.k. enginn selja mér svoleiðis. Diet Pepsí, Cherrios og pepperóní fyrirfinnst ekki í þessu landi og er höfuð ástæða þess að ég mun aldrei geta flutt þangað. Öll sænskan gerði það svo að verkum að það greip mig þessi líka sterka og áður óþekkta löngun til þess að tala dönsku. Ef ég flyt einhvern tímann til Skandinavíu verð ég víst að setjast að í Danaveld ef ég á að finna einhverja ró í beinunum. Þetta hefði mig aldrei grunað.
Ég kom heim um hálf þrjú í gær og var sótt af foreldrunum. Eftir að hafað dömpað farangrinum heim (og þrifið upp ælu og hland eftir dauðhrædda Lísu og skrúbbað kassann hennar) fór ég út á nes þar sem snæddar voru vöfflur ásamt foreldrunum, Halldóri, Jóhönnu, Hebu og Gísla Hrafni. Kvöldinu var svo eytt í alvarlegt sjónvarpsgláp.
Sá síðast nefndi liggur nú á skurðarborði og verður von bráðar allur kominn í lag. Hann var víst með mein-gallaða blöðru sem læknarnir eru á fullu að laga as ví spík. Svo verður litla skinnið 10 daga á spítala að jafna sig og verður vonandi nýr og betri maður á eftir.
Já svo virðist sem diet Pepsí sé bannað í Svíþjóð. Það vildi a.m.k. enginn selja mér svoleiðis. Diet Pepsí, Cherrios og pepperóní fyrirfinnst ekki í þessu landi og er höfuð ástæða þess að ég mun aldrei geta flutt þangað. Öll sænskan gerði það svo að verkum að það greip mig þessi líka sterka og áður óþekkta löngun til þess að tala dönsku. Ef ég flyt einhvern tímann til Skandinavíu verð ég víst að setjast að í Danaveld ef ég á að finna einhverja ró í beinunum. Þetta hefði mig aldrei grunað.
Ég kom heim um hálf þrjú í gær og var sótt af foreldrunum. Eftir að hafað dömpað farangrinum heim (og þrifið upp ælu og hland eftir dauðhrædda Lísu og skrúbbað kassann hennar) fór ég út á nes þar sem snæddar voru vöfflur ásamt foreldrunum, Halldóri, Jóhönnu, Hebu og Gísla Hrafni. Kvöldinu var svo eytt í alvarlegt sjónvarpsgláp.
Sá síðast nefndi liggur nú á skurðarborði og verður von bráðar allur kominn í lag. Hann var víst með mein-gallaða blöðru sem læknarnir eru á fullu að laga as ví spík. Svo verður litla skinnið 10 daga á spítala að jafna sig og verður vonandi nýr og betri maður á eftir.
föstudagur, nóvember 14, 2003
fimmtudagur, nóvember 06, 2003
Úff - þetta er að bresta á. Er komin með Herbalife og annað sem ég á að færa Emblu. Á eftir að kaupa seríós. Þarf að muna að láta nágrannann hafa lykla og mömmu hafa spólu og bílinn. Pakka - má ekki gleyma að pakka. Á alveg eftir að tékka á því hvort ég sé með nothæfa tösku. Þarf að fara niður á eftir og þvo þvott. Taka soldið til hérna svo nágrannakonan fáist til að koma hingað inn til að gefa köttunum.
Ég er ekkert stressuð.
Litla kisan mín húkir nú undir rúmi og mun aldrei eignast kettlinga. Hún er soldið óstyrk í fótunum en er öll að koma til. Þegar mikið er að er hins vegar best að vera bara undir rúminu og ætla ég að láta hana vera. Gabríel veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið - hnusaði fyrst ótæpilega að búrinu hennar og svo þegar hann sá að hún gat gengið byrjaði urrið svona til að árétta goggunarröðina. Hún hins vegar virti hann ekki viðlits sem hefur aldrei gerst áður þannig að hann hlussaðist hálfmóðgaður inn í stofu og settist í sófann.
Ég - eins og svo oft áður - er ekki að nenna að gera helminginn af því sem ég þarf að gera. Er alveg að fara að koma mér niður í kjallara að "gera hluti." Langar mest til að skríða upp í sófa. Er illt í maganum. Sennilega lakkrísnum sem var gefinn skrifstofunni að kenna. Lakkrís er gotterí Satans.
Annars er einum stressfaktor lokið; Heiða Skúla sú eðalkona og ofurhetja bauðst til að keyra mig á flugvöllinn. Nú er kátt í höllinni sem aldrei fyrr!
Ég er ekkert stressuð.
Litla kisan mín húkir nú undir rúmi og mun aldrei eignast kettlinga. Hún er soldið óstyrk í fótunum en er öll að koma til. Þegar mikið er að er hins vegar best að vera bara undir rúminu og ætla ég að láta hana vera. Gabríel veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið - hnusaði fyrst ótæpilega að búrinu hennar og svo þegar hann sá að hún gat gengið byrjaði urrið svona til að árétta goggunarröðina. Hún hins vegar virti hann ekki viðlits sem hefur aldrei gerst áður þannig að hann hlussaðist hálfmóðgaður inn í stofu og settist í sófann.
Ég - eins og svo oft áður - er ekki að nenna að gera helminginn af því sem ég þarf að gera. Er alveg að fara að koma mér niður í kjallara að "gera hluti." Langar mest til að skríða upp í sófa. Er illt í maganum. Sennilega lakkrísnum sem var gefinn skrifstofunni að kenna. Lakkrís er gotterí Satans.
Annars er einum stressfaktor lokið; Heiða Skúla sú eðalkona og ofurhetja bauðst til að keyra mig á flugvöllinn. Nú er kátt í höllinni sem aldrei fyrr!
miðvikudagur, nóvember 05, 2003
Ég er að komast að því betur og betur að ég er með ferðafóbíu á frekar háu stigi. Það á sérstaklega við um flugferðir. Nú er ég ekki flughrædd - mér bara leiðist svo óskaplega að fljúgja. Allt umstangið í kringum flugferðina. Ég nenni þessu ekki. Þessi fóbía mín hefur verið að myndast nokkuð markvisst í svona 10 ár og þykir mér líklegt að rótina sé að finna í hörmulegri heimför minni frá Bandaríkjunum árið 1994 (önnur heimför frá Bandaríkjunum árið 2001 sem tók tæpan sólarhring sökum tafa hefur heldur ekki hjálpað upp á.) Hámarki náði þó þessi andstyggð í Frakklandi í fyrra - þar sem ég stóð í innritunarröð á Charles de Gaulle flugvelli og þráði það heitast að missa vitið, höggva mann og annan sem ruddist framfyrir röðina og vera send heim í sjúkraflugi. Enn þann dag í dag er ég ekki svo viss um að ég hefði nokkurn tímann séð eftir því. Það eina sem hugsanlega stoppaði mig var óvissan um að ferðalagið mundi taka styttri tíma fyrir vikið.
Nú er ég að fara til Svíþjóðar og kvíði fyrir. Fyrst er það að dröslast út á völl eldsnemma morguns - eftir einhverjum enn óákveðnum leiðum (anyone?) Síðan er það að dröslast frá Kastrup með lest til Lund og svo þaðan heim til Emblu. Þetta er alltof erfitt og mig langar mest til að eyða þessum laugardegi eins og ég er vön - í hangs á heimsmælikvarða.
Nú er ég að fara til Svíþjóðar og kvíði fyrir. Fyrst er það að dröslast út á völl eldsnemma morguns - eftir einhverjum enn óákveðnum leiðum (anyone?) Síðan er það að dröslast frá Kastrup með lest til Lund og svo þaðan heim til Emblu. Þetta er alltof erfitt og mig langar mest til að eyða þessum laugardegi eins og ég er vön - í hangs á heimsmælikvarða.
þriðjudagur, nóvember 04, 2003
Kominn þriðjudagur og aðeins fjórir dagar þangað til ég yfirgef landið. Ég hef ekki ennþá gert nein plön fyrir Svíþjóð önnur en þau að anda að mér sænsku lofti og eru allar uppástungur vel þegnar. Ég á líka eftir að redda mér fari á völlinn. Ætli það endi ekki með því að ég taki rútuna en ef einhver er í miklu stuði til að fara í smá bíltúr kl. 6 á laugardagsmorgni þá væri það afskaplega vel þegið og líklegt til að koma viðkomandi í dýrlingatölu.
Fór í bíó í gær með múttu - við kíktum á miðaldra konur fækka klæðum. Ágætis skemmtun og afskaplega þægilegt og rúmt í stóra sal Háskólabíós þar sem sjö manneskjur voru mættar til að berja myndina augum.
Í öðrum fréttum - þetta grunnti mig alltaf:
Fór í bíó í gær með múttu - við kíktum á miðaldra konur fækka klæðum. Ágætis skemmtun og afskaplega þægilegt og rúmt í stóra sal Háskólabíós þar sem sjö manneskjur voru mættar til að berja myndina augum.
Í öðrum fréttum - þetta grunnti mig alltaf:
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)