fimmtudagur, nóvember 06, 2003
Úff - þetta er að bresta á. Er komin með Herbalife og annað sem ég á að færa Emblu. Á eftir að kaupa seríós. Þarf að muna að láta nágrannann hafa lykla og mömmu hafa spólu og bílinn. Pakka - má ekki gleyma að pakka. Á alveg eftir að tékka á því hvort ég sé með nothæfa tösku. Þarf að fara niður á eftir og þvo þvott. Taka soldið til hérna svo nágrannakonan fáist til að koma hingað inn til að gefa köttunum.
Ég er ekkert stressuð.
Litla kisan mín húkir nú undir rúmi og mun aldrei eignast kettlinga. Hún er soldið óstyrk í fótunum en er öll að koma til. Þegar mikið er að er hins vegar best að vera bara undir rúminu og ætla ég að láta hana vera. Gabríel veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið - hnusaði fyrst ótæpilega að búrinu hennar og svo þegar hann sá að hún gat gengið byrjaði urrið svona til að árétta goggunarröðina. Hún hins vegar virti hann ekki viðlits sem hefur aldrei gerst áður þannig að hann hlussaðist hálfmóðgaður inn í stofu og settist í sófann.
Ég - eins og svo oft áður - er ekki að nenna að gera helminginn af því sem ég þarf að gera. Er alveg að fara að koma mér niður í kjallara að "gera hluti." Langar mest til að skríða upp í sófa. Er illt í maganum. Sennilega lakkrísnum sem var gefinn skrifstofunni að kenna. Lakkrís er gotterí Satans.
Annars er einum stressfaktor lokið; Heiða Skúla sú eðalkona og ofurhetja bauðst til að keyra mig á flugvöllinn. Nú er kátt í höllinni sem aldrei fyrr!
Ég er ekkert stressuð.
Litla kisan mín húkir nú undir rúmi og mun aldrei eignast kettlinga. Hún er soldið óstyrk í fótunum en er öll að koma til. Þegar mikið er að er hins vegar best að vera bara undir rúminu og ætla ég að láta hana vera. Gabríel veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið - hnusaði fyrst ótæpilega að búrinu hennar og svo þegar hann sá að hún gat gengið byrjaði urrið svona til að árétta goggunarröðina. Hún hins vegar virti hann ekki viðlits sem hefur aldrei gerst áður þannig að hann hlussaðist hálfmóðgaður inn í stofu og settist í sófann.
Ég - eins og svo oft áður - er ekki að nenna að gera helminginn af því sem ég þarf að gera. Er alveg að fara að koma mér niður í kjallara að "gera hluti." Langar mest til að skríða upp í sófa. Er illt í maganum. Sennilega lakkrísnum sem var gefinn skrifstofunni að kenna. Lakkrís er gotterí Satans.
Annars er einum stressfaktor lokið; Heiða Skúla sú eðalkona og ofurhetja bauðst til að keyra mig á flugvöllinn. Nú er kátt í höllinni sem aldrei fyrr!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli