miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Ég er að komast að því betur og betur að ég er með ferðafóbíu á frekar háu stigi. Það á sérstaklega við um flugferðir. Nú er ég ekki flughrædd - mér bara leiðist svo óskaplega að fljúgja. Allt umstangið í kringum flugferðina. Ég nenni þessu ekki. Þessi fóbía mín hefur verið að myndast nokkuð markvisst í svona 10 ár og þykir mér líklegt að rótina sé að finna í hörmulegri heimför minni frá Bandaríkjunum árið 1994 (önnur heimför frá Bandaríkjunum árið 2001 sem tók tæpan sólarhring sökum tafa hefur heldur ekki hjálpað upp á.) Hámarki náði þó þessi andstyggð í Frakklandi í fyrra - þar sem ég stóð í innritunarröð á Charles de Gaulle flugvelli og þráði það heitast að missa vitið, höggva mann og annan sem ruddist framfyrir röðina og vera send heim í sjúkraflugi. Enn þann dag í dag er ég ekki svo viss um að ég hefði nokkurn tímann séð eftir því. Það eina sem hugsanlega stoppaði mig var óvissan um að ferðalagið mundi taka styttri tíma fyrir vikið.

Nú er ég að fara til Svíþjóðar og kvíði fyrir. Fyrst er það að dröslast út á völl eldsnemma morguns - eftir einhverjum enn óákveðnum leiðum (anyone?) Síðan er það að dröslast frá Kastrup með lest til Lund og svo þaðan heim til Emblu. Þetta er alltof erfitt og mig langar mest til að eyða þessum laugardegi eins og ég er vön - í hangs á heimsmælikvarða.

Engin ummæli: