miðvikudagur, nóvember 19, 2003
Ég á toll. Keypti stóra flösku af Kapteini og aðra af Bailey's þegar ég kom til landsins. Hef verið á landinu núna í á fjórða dag og áfengið allt óhreyft! Hver vill hjálpa mér með veigarnar - t.d. næstu helgi? Það blunda óteljandi kokteilmöguleikar í þessum tveimur flöskum...
Annars vil ég gjarnan vekja athygli lesenda á þeim sem ég tel vera verðugan arftaka Fúlhildar Ljótbjargar (a.m.k. þangað til hún byrjar að skrifa aftur). Á það bæði við um hina beinskeytti ádeilu hans og flæðandi stílinn sem ber ótvíræðan keim af listaverkinu Ástríki þótt ekki sé nokkur ástæða til að ætla að um bein tensl milli verkana sé að ræða. Ég er að sjálfsögðu að tala um hina stórskemmtilegu dýra/glæpasögu Kisans, "Speaking of fish." Lesið og dæmið sjálf.
Annars vil ég gjarnan vekja athygli lesenda á þeim sem ég tel vera verðugan arftaka Fúlhildar Ljótbjargar (a.m.k. þangað til hún byrjar að skrifa aftur). Á það bæði við um hina beinskeytti ádeilu hans og flæðandi stílinn sem ber ótvíræðan keim af listaverkinu Ástríki þótt ekki sé nokkur ástæða til að ætla að um bein tensl milli verkana sé að ræða. Ég er að sjálfsögðu að tala um hina stórskemmtilegu dýra/glæpasögu Kisans, "Speaking of fish." Lesið og dæmið sjálf.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli