þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Ég veit ekki hvað skal segja. Það verður ekki reynt við flæðandi, samræmdan texta í dag.

Ég á nýja þvottavél. Liggaliggalá!

Við þurfum að finna upp nýja og umfram allt hljóðláta aðferð við að bora í veggi.

Jóhanna Ýr á afmæli - til hamingju með daginn! Þú verður bara 29 ára einu sinni.

"Survivor" - Rupert rekinn - ég vissi það!

Þetta gengur ekki lengur - ég verð að finna mér eiginmann. Einhvern sem er tilbúinn til að hjálpa mér að bera sumardekkin (á felgum) úr bílnum og í útigeymsluna undir stiganum.

Ég á mér nýja uppáhaldsstað - Mama's Tacos í Lækjargötu. Ódýr, hollur og guðdómlega góður skyndibiti.

Ef einhvern langar til að sitja í sal og horfa á upptökur á "Viltu vinna milljón" þá gefst hinum sama tækifæri til þess í kvöld. Bara hafa samband við undirritaða sem ætlar ekki að mæta en mun í staðinn fylgjast með "Amazing race" þótt hún viti alveg hver vinnur keppnina.

Fúlhildur Ljótbjörg kom að máli við mig og vill endilega fá taka þátt í jóladiskinum sem hún hefur heyrt að sumir hverjir séu að planleggja. Vill hún gjarnan taka eitt létt jólalag (eða jafnvel fallega textann sem hún samdi við eitt af lögunum úr "War of the Worlds") til að breiða út friðarboðskapinn og plögga nýju bókina sína - "Mergjuð martröð: ævi Jóns frá Bægisá séð í nýju ljósi" - í leiðinni. Hún lofar glæstum söng.

Engin ummæli: