mánudagur, nóvember 29, 2004
Ég dró Auði með mér á Memento Mori í gærkvöldi. Og hvernig fannst mér? Skemmtileg sýning ... og meira treysti ég mér eiginlega ekki til að segja um það fyrr en ég hef haft tækifæri til að pota aðeins í hausinn á Siggu Láru. Auðvitað ætti ég að vera ofboðslega hlutlaus og bókmenntafræðileg og aðeins skjalfesta mína skoðun og upplifun án utanaðkomandi inpútts eins og sönnum rýnanda sæmir en ég er bara ekki tilbúin til þess í þessu tilfelli. Það er svo miklu auðveldara að vera með sleggjudóma þegar um "ókunnugar" sýningar er að ræða. Þegar maður er búinn að fylgjast þetta náið með aðdragandanum og það hjá leikfélögunum sem maður þekkir vel - sérstaklega þegar sýningin sem á í hlut er talsvert frábrugðin því sem þessi leikfélög (og þá aðallega Hugleikur - ég þekki uppsetningar Leikfélags Kópavogs ekki nógu vel) hafa sett upp áður vill manni ósjálfrátt finnast uppsetningin góð - og af því maður finnur hjá sér þessa tilhneigingu fer maður að streitast á móti og finna eitthvað að. Ekki að mér hafi þótt þetta léleg sýning. Langt í frá. Hins vegar finnur maður alltaf eitthvað gagnrýnivert ef maður endilega vill og ég vil vera viss um að ég gagnrýni á réttum forsendum áður en ég fer að troða báðum löppum upp í mig.
föstudagur, nóvember 26, 2004
Mig grunaði nú alltaf að b2.is liðið (áður batman.is) væri afskaplega mis vel gefið en nú er svo komið að það er nauðsyn frekar en þörf að skella þeim á enskunámskeð.
Illegal aliens = ólöglegar geimverur.
Í alvöru strákar?
Illegal aliens = ólöglegar geimverur.
Í alvöru strákar?
miðvikudagur, nóvember 24, 2004
Ég veit ekki hvað kom mér til að spekúlera um rakstur og almenna háreyðingu en upp úr þeim pælingum spratt eftirfarandi samtal milli Rakstursmafíunnar og Konunnar:
R. Góðan daginn. Ertu búin að raka þig?
K. Á ég að gera það?
R. Líttu undir hendurnar á þér kona!
K. Það er rétt hjá þér - þetta er nú ekki mjög kvenlegt og kræsilegt. Á ég að raka þetta af?
R. Já takk.
K. Ok. Ég er búin. Þetta er miklu betra.
R. Og svo lappirnar.
K. Á ég líka að raka lappirnar?
R. Að sjálfsögðu.
K. En ég er bara með fíngerð ljós hár á löppunum. Er það nú ekki óþarfi? Ef ég raka þau munu þau aldrei vaxa aftur svona ljós og fín.
R. Þetta er ógeðslegt. Af með þau.
K. Nú fyrst þetta er ógeðslegt skal ég raka.
K. Jæja. Nú ætti ég að vera orðin boðleg. Eru leggirnir ekki mjúkir og fagrir? Ja fyrir utan sárin.
R. No pain no gain. Fyrir ofan hné líka?
K. Ha?
R. Úr buxunum. Sko! Hvað er þetta út um öll lærin?
K. Hár?
R. Hár.
K. Þau sjást varla.
R. Alveg sama. Við vitum af þeim.
K. Mér finnst þetta nú vera farið að fara út í öfgar.
R. Ertu með einhvern kjaft? Ertu kannski feminísk lesbía?
K. Nei nei!
R. Eins gott. Losaðu þig svo við þetta yfirvaraskegg.
K. Ég er ekki með yfirvaraskegg!
R. Þú heldur það já? Skoðaðu þig aðeins í þessu stækkunargleri. Þarna má greinilega sjá hár!
K. Ég er líka með hár fyrir ofan augun! Á ég ekki að raka þau af?
R. Engin hortugheit við mig góða! En fyrst þú minnist á það væri svo miklu snyrtilegra að plokka þau af og teikna á augabrúnir.
K. Jæja fer þetta ekki að verða gott?
R. Alveg að verða búið. Hvernig er klofið á þér?
K. Væri þér sama? Hvaða kemur þér það við. Ég snyrti eins og til þarf.
R. Eins og til þarf ... láttu mig ekki hlæja. Það verður að fara með sláttuvélina á allt saman góða. Þetta er allra versti staðurinn.
K. En það hlýtur að vera óþarfi. Það er nú ekki eins og þetta sjáist dags daglega.
R. Þú verður að fylgja tískunni ef þú vilt kallast gjaldgeng stúlka. Hvort má nú bjóða þér rakvél, hníf, heitt vax eða brennand efni?
K. Um... með hverju mælirðu?
R. Hnífurinn og rakvélin kalla á ákveðna tækni og sveigjanleika, vaxið þolgæði og háreyðingarkremið góða tímavintund. Of stuttur tími og hárin eyðast ekki alls staðar og of langur og ætandi efnin fara að erta húðina.
K. Hana, ertu þá loksins ánægð?! Ég er útskorin á löppunum, með inngróin hár í handakriknum og klofið orðið rústir einar. Ekki stingandi strá á líkamanum fyrir utan hárið á höfðinu.
R. Fallegt hár er stolt hverrar konu.
K. Já og nokkur væskisleg hár á handleggjunum. Á ég ekki að rífa þau af fyrst ég er nú á annað borð byrjuð?
R. Auðvitað ekki. Það er enginn að ætlast til þess. Ennþá. Við verðum í sambandi.
R. Góðan daginn. Ertu búin að raka þig?
K. Á ég að gera það?
R. Líttu undir hendurnar á þér kona!
K. Það er rétt hjá þér - þetta er nú ekki mjög kvenlegt og kræsilegt. Á ég að raka þetta af?
R. Já takk.
K. Ok. Ég er búin. Þetta er miklu betra.
R. Og svo lappirnar.
K. Á ég líka að raka lappirnar?
R. Að sjálfsögðu.
K. En ég er bara með fíngerð ljós hár á löppunum. Er það nú ekki óþarfi? Ef ég raka þau munu þau aldrei vaxa aftur svona ljós og fín.
R. Þetta er ógeðslegt. Af með þau.
K. Nú fyrst þetta er ógeðslegt skal ég raka.
K. Jæja. Nú ætti ég að vera orðin boðleg. Eru leggirnir ekki mjúkir og fagrir? Ja fyrir utan sárin.
R. No pain no gain. Fyrir ofan hné líka?
K. Ha?
R. Úr buxunum. Sko! Hvað er þetta út um öll lærin?
K. Hár?
R. Hár.
K. Þau sjást varla.
R. Alveg sama. Við vitum af þeim.
K. Mér finnst þetta nú vera farið að fara út í öfgar.
R. Ertu með einhvern kjaft? Ertu kannski feminísk lesbía?
K. Nei nei!
R. Eins gott. Losaðu þig svo við þetta yfirvaraskegg.
K. Ég er ekki með yfirvaraskegg!
R. Þú heldur það já? Skoðaðu þig aðeins í þessu stækkunargleri. Þarna má greinilega sjá hár!
K. Ég er líka með hár fyrir ofan augun! Á ég ekki að raka þau af?
R. Engin hortugheit við mig góða! En fyrst þú minnist á það væri svo miklu snyrtilegra að plokka þau af og teikna á augabrúnir.
K. Jæja fer þetta ekki að verða gott?
R. Alveg að verða búið. Hvernig er klofið á þér?
K. Væri þér sama? Hvaða kemur þér það við. Ég snyrti eins og til þarf.
R. Eins og til þarf ... láttu mig ekki hlæja. Það verður að fara með sláttuvélina á allt saman góða. Þetta er allra versti staðurinn.
K. En það hlýtur að vera óþarfi. Það er nú ekki eins og þetta sjáist dags daglega.
R. Þú verður að fylgja tískunni ef þú vilt kallast gjaldgeng stúlka. Hvort má nú bjóða þér rakvél, hníf, heitt vax eða brennand efni?
K. Um... með hverju mælirðu?
R. Hnífurinn og rakvélin kalla á ákveðna tækni og sveigjanleika, vaxið þolgæði og háreyðingarkremið góða tímavintund. Of stuttur tími og hárin eyðast ekki alls staðar og of langur og ætandi efnin fara að erta húðina.
K. Hana, ertu þá loksins ánægð?! Ég er útskorin á löppunum, með inngróin hár í handakriknum og klofið orðið rústir einar. Ekki stingandi strá á líkamanum fyrir utan hárið á höfðinu.
R. Fallegt hár er stolt hverrar konu.
K. Já og nokkur væskisleg hár á handleggjunum. Á ég ekki að rífa þau af fyrst ég er nú á annað borð byrjuð?
R. Auðvitað ekki. Það er enginn að ætlast til þess. Ennþá. Við verðum í sambandi.
Nú er mál til komið að ég gerist menningaleg hið mesta og sinni skyldum mínum af samviskusemi. Ætla að draga Auði með mér á Memento Mori á sunnudaginn og verður án efa þrusustuð. Hversu mörg ný íslensk leikrit um ódauðleika eru sett á fjalirnar á hverju ári, ég bara spyr? Annar sé ég fram á óvenju annasaman tíma framundan. Á morgun skal litla bróðurdóttir mín skírð og mágkona mín knúsuð í tilefni af þrítugsafmæli hennar. Síðan á laugardaginn verður haldið upp á sama þrítugsafmæli með látum með þema og búningum og tilheyrandi. Þennan sama laugardag verður líka extra langur söngtími þar sem þeir falla báðir niður þessa vikuna. Og svo leikhús á sunnudaginn. Úff ég er strax farin að finna fyrir væntanlegri þynnku.
föstudagur, nóvember 19, 2004
Hin konan hér á vinnustaðnum stakk upp á því að starfsmennirnir tækju í spil á milli jóla og nýárs og vildi vita hvaða átta manna spil væru til. Ég stakk að sjálfsögðu upp á því að það yrði spilað bridds á tveimur borðum. Kom þá upp úr dúrnum að besseviserinn hjá fyrirtæknu er liðtækur briddsspilari og aldrei að vita nema þessi hugmynd verði að veruleika! Annars er alltof langt síðan ég hef tekið í spil og ekki laust við að það hvíli rósrauður nostalgíublær yfir gömlu góðu spiladögunum á Leifsgötunni. Hvernig væri nú að fara að hittast við fjórða mann og gera eitthvað í þessu? Eins og Lombert er fjárhættuspil er bridds hið besta drykkjuspil. Það kallast ekki góð briddssessjón nema einhver spili undan kóngi og drepist á slagina sína. Ég legg til að vinningshafar fá t.d. eitt staup að tequila eftir hvert spil sem ætti að gera útkomuna áhugaverða.
fimmtudagur, nóvember 18, 2004
Hvaðan kemur sú heimskulega bjartsýni og bjartsýna heimaska sem fær mann til að dragnast í vinnuna eftir veikindi bara af því að manni líður aðeins betur heldur en daginn áður? Sérstaklega þegar maður byrjar daginn á því að:
* sofa yfir sig sökum andvökunætur
* þurfa að moka sig út úr stæðinu þar sem snjóruðningstæki höfðu svo samviskusamlega rutt Háteigsveginn daginn áður
* bölsótast út í bílinn sem lagði beint fyrir aftan stæðið mitt og moka sveig í kringum hann
* berjast við óopnanlegar hurðir, frosnar rúðuþurrkur og klaka límdan við gler
Þegar allt þetta var afstaðið langaði mig mest að skríða aftur upp í rúm og breiða yfir haus þar til þiðna tekur en bara varð að fara í vinnuna fyrst ég var búin að hafa svona svakalega fyrir því.
Það er eins gott að það er að koma helgi.
* sofa yfir sig sökum andvökunætur
* þurfa að moka sig út úr stæðinu þar sem snjóruðningstæki höfðu svo samviskusamlega rutt Háteigsveginn daginn áður
* bölsótast út í bílinn sem lagði beint fyrir aftan stæðið mitt og moka sveig í kringum hann
* berjast við óopnanlegar hurðir, frosnar rúðuþurrkur og klaka límdan við gler
Þegar allt þetta var afstaðið langaði mig mest að skríða aftur upp í rúm og breiða yfir haus þar til þiðna tekur en bara varð að fara í vinnuna fyrst ég var búin að hafa svona svakalega fyrir því.
Það er eins gott að það er að koma helgi.
þriðjudagur, nóvember 16, 2004
Take the quiz: "Which American City Are You?"
Las Vegas
You Shine bright and partake in all the vices. You'd rather burn out then fade away.
Auður er San Fransisco, Skotta Los Angeles og Svandís New York. Ég er alein sem Las Vegas. En það er allt í lagi - teningarnir eru vinir mínir. Come on ... double sixes...!
Las Vegas
You Shine bright and partake in all the vices. You'd rather burn out then fade away.
Auður er San Fransisco, Skotta Los Angeles og Svandís New York. Ég er alein sem Las Vegas. En það er allt í lagi - teningarnir eru vinir mínir. Come on ... double sixes...!
sunnudagur, nóvember 14, 2004
Hér sit ég á sunnudagseftirmiðdegi og falda gardínur (er bara í smá bloggpásu). Í gær prjónaði ég vettlinga af miklum móð. Ég held ég sé hægt og sígand að breytast í ömmu mína og nöfnu. Svosem ekki leiðum að líkjast. Annars er ég aðallega að hugsa um blóm. Spennandi, ég veit. Ekki veit ég hvaðan hugsunin kom en ég fór að spá í það af hverju fólk gefur blóm - hverjum og af hvaða tilefni. Getur einhver svarað því? Nú væri hjálplegt að fá svör; af hverju gefur þú blóm og þá hverjum og af hvaða tilefni? Af hverju að standa í því yfir höfuð? Þetta er litríkt og rándýrt gras sem fölnar á þremur dögum! Mér leikur virkilega forvitni á að vita þetta.
föstudagur, nóvember 12, 2004
miðvikudagur, nóvember 10, 2004
Okkar ástkæra fangor er enn og aftur komin undir hnífinn - í þriðja sinn á jafn mörgum mánuðum. Þetta er auðvitað sótbölvanlegt ástand og um að gera að krossleggja allt sem krosslagt verður fyrir hennar hönd í von um að þessu fari nú að ljúka.
Nú mæli ég um, legg á, munda haðaspjónið og hrín eins og vindurinn; allt er þegar þrennt er!
Nú mæli ég um, legg á, munda haðaspjónið og hrín eins og vindurinn; allt er þegar þrennt er!
þriðjudagur, nóvember 09, 2004
Herma...
ever had a song written about you? Nei.
what song makes you cry? ekkert sérstakt
what song makes you happy? á þessari stundu? þetta
height? 178 cm
hair color? Skollitað + ljósar strípur
eye color? grá/blá/græn
piercings? bar eitt í sitthvoru eyra
tattoos? nei
what ...
are you wearing? svartar buxur, vínrauður bolur, drapplituð peysa, svartir opnir skór
song are you listening to? ekkert eins og er
taste is in your mouth? samloka með skinku, osti, grænmeti og pítusósu
whats the weather like? ég sé sól
how are you? bara ágæt
do you ...
get motion sickness? smá
have a bad habit? auðvitað
get along with your parents? jamm
like to drive? stundum
have a boyfriend? nei
have a girlfriend? nei
have children? nei
ever ...
had a hard time getting over somone? nei
been hurt? já
your greatest regret? að ég vissi ekki hvað ég vildi þegar ég var 20
your cd player has in it right now? diskur með fullt af mp3 lögum
if you were a crayon what color would you be? blágrænn
what makes you happy? góður vinafundur
whats the next cd you're gonna get? ég kaupi lítið af diskum. kannski Placebo eða Scissor Sisters
seven things in your room? heima eða hér? sími, tómar diet pepsi flöskur, skanni, gleraugu, kerti, reiknivél, skæri
seven things to do before you die...? eignast barn, eignast mann, öðlast frama, ferðast meira, skrifa eitthvað, klára MA ritgerðina, skemmta mér sem það væri enn árið 1999
top seven things you say the most...? ekki málið, Fasteignir ríkssjóðs, augnablik, kssss kssss, æi ég veit ekki, sko, Lísa ertu búin að skíta á gólfið?
do you...
smoke? nei
do drugs? áfengi
pray? nei
have a job? já
attend church? ekki nema um brúðkaup og jarðafarir sé að ræða
have you ever...
been in love? veit ekki
had a medical emergency? nei
had surgery? ekki nema hálskirtlataka teljist með
swam in the dark? held ekki
been to a bonfire? já
got drunk? já
ran away from home? nei
played strip poker? já
gotten beat up? já
beaten someone up? nei
been onstage? já
pulled an all nighter? já
been on radio or tv? já
been in a mosh pit? nei - bara ofboðslegum troðningi á Bowie tónleikum
do you have any gay or lesbian friends? já
describe your...
first kiss? úti á götu
wallet? nota ekki svoleiðis
coffee? alls ekki
shoes? hata skó - vantar almennilega stanslaust
cologne? nota svoleiðis helst ekki
in the last 24 hours you have...
cried? nei
bought anything? já - nagladekk
gotten sick? nei
sang? já
been kissed? nei
felt stupid? já
talked to an ex? nei
talked to someone you have a crush on? nei
missed someone? nei
hugged someone? nei
ever had a song written about you? Nei.
what song makes you cry? ekkert sérstakt
what song makes you happy? á þessari stundu? þetta
height? 178 cm
hair color? Skollitað + ljósar strípur
eye color? grá/blá/græn
piercings? bar eitt í sitthvoru eyra
tattoos? nei
what ...
are you wearing? svartar buxur, vínrauður bolur, drapplituð peysa, svartir opnir skór
song are you listening to? ekkert eins og er
taste is in your mouth? samloka með skinku, osti, grænmeti og pítusósu
whats the weather like? ég sé sól
how are you? bara ágæt
do you ...
get motion sickness? smá
have a bad habit? auðvitað
get along with your parents? jamm
like to drive? stundum
have a boyfriend? nei
have a girlfriend? nei
have children? nei
ever ...
had a hard time getting over somone? nei
been hurt? já
your greatest regret? að ég vissi ekki hvað ég vildi þegar ég var 20
your cd player has in it right now? diskur með fullt af mp3 lögum
if you were a crayon what color would you be? blágrænn
what makes you happy? góður vinafundur
whats the next cd you're gonna get? ég kaupi lítið af diskum. kannski Placebo eða Scissor Sisters
seven things in your room? heima eða hér? sími, tómar diet pepsi flöskur, skanni, gleraugu, kerti, reiknivél, skæri
seven things to do before you die...? eignast barn, eignast mann, öðlast frama, ferðast meira, skrifa eitthvað, klára MA ritgerðina, skemmta mér sem það væri enn árið 1999
top seven things you say the most...? ekki málið, Fasteignir ríkssjóðs, augnablik, kssss kssss, æi ég veit ekki, sko, Lísa ertu búin að skíta á gólfið?
do you...
smoke? nei
do drugs? áfengi
pray? nei
have a job? já
attend church? ekki nema um brúðkaup og jarðafarir sé að ræða
have you ever...
been in love? veit ekki
had a medical emergency? nei
had surgery? ekki nema hálskirtlataka teljist með
swam in the dark? held ekki
been to a bonfire? já
got drunk? já
ran away from home? nei
played strip poker? já
gotten beat up? já
beaten someone up? nei
been onstage? já
pulled an all nighter? já
been on radio or tv? já
been in a mosh pit? nei - bara ofboðslegum troðningi á Bowie tónleikum
do you have any gay or lesbian friends? já
describe your...
first kiss? úti á götu
wallet? nota ekki svoleiðis
coffee? alls ekki
shoes? hata skó - vantar almennilega stanslaust
cologne? nota svoleiðis helst ekki
in the last 24 hours you have...
cried? nei
bought anything? já - nagladekk
gotten sick? nei
sang? já
been kissed? nei
felt stupid? já
talked to an ex? nei
talked to someone you have a crush on? nei
missed someone? nei
hugged someone? nei
mánudagur, nóvember 08, 2004
Ja hérna!
Vegna breytinga á vetraráætlun Iceland Express hefur flug það sem þú áttir bókað verið fellt niður. Okkur þykir þetta afar leitt, en bjóðum þér í staðinn að bóka flugsæti í annað flug samdægurs eða einhvern annan dag.
Stóra spurningin er: ætti ég að færa flugið til um 1-2 daga eða breyta allri bókuninni minni? Ég get í raun farið hvenær sem er næst mánuði. Fyrir þá sem eru að skríða út úr helli þá var ég á leiðinni til Englands þann 8. desember og ætlaði að vera í viku - aðallega í heimssókn hjá Skottu í Manchester. Það stendur að sjálfsögðu ennþá til en það er spurning hvort ég ætti að flytja flugið mitt eitthvað drastískt til? Er einhver með sniðugar hugmyndir? Ætti ég að færa mig nær jólum? Fjær? Reyna að hitta á eitthvað fólk sem verður að sniglast í London á næstunni?
Vegna breytinga á vetraráætlun Iceland Express hefur flug það sem þú áttir bókað verið fellt niður. Okkur þykir þetta afar leitt, en bjóðum þér í staðinn að bóka flugsæti í annað flug samdægurs eða einhvern annan dag.
Stóra spurningin er: ætti ég að færa flugið til um 1-2 daga eða breyta allri bókuninni minni? Ég get í raun farið hvenær sem er næst mánuði. Fyrir þá sem eru að skríða út úr helli þá var ég á leiðinni til Englands þann 8. desember og ætlaði að vera í viku - aðallega í heimssókn hjá Skottu í Manchester. Það stendur að sjálfsögðu ennþá til en það er spurning hvort ég ætti að flytja flugið mitt eitthvað drastískt til? Er einhver með sniðugar hugmyndir? Ætti ég að færa mig nær jólum? Fjær? Reyna að hitta á eitthvað fólk sem verður að sniglast í London á næstunni?
fimmtudagur, nóvember 04, 2004
Ég fer í söngtíma klukkan hálf þrjú á fimmtudögum. Þar sem ég stóð flygilinn í stofu 10 áðan og reyndi að kreista þessi hljómfögru háu tóna út úr viðmótsillu barkakýlinu vissi ég og fann að ég yrði aldrei fræg söngkona. Ekki á meðan röddin heimtaði að bresta við ekki einu sinni það háa tóna. Og mér sem hafði gengið svo ágætlega fram að þessu! Ég hafði greinlega verið að vinna á einhverri uppsafnaðir rödd sem var hreinlega uppurin eftir æfingar síðustu vikna. Adios Ópera. Ég sagði það reyndar ekki við kennarann. Eftir einn virkilega sársaukafullan breimatón afsakaði ég mig og sagðist ekkert skilja í þessu. Hún hallaði undir flatt og spurði mig hvort það gæti verið að ég væri mánaðarlega illa fyrir kölluð. Það hlaut að vera! "Já," sagði ég fegin, "ég er á bullandi túr!" Mig grunar að hún hafi verið jafn fegin og ég og hún útskýrði að svona tvo daga í mánuði væri líkaminn í þvílíku uppnámi að það hefði þessi áhrif á röddina. Í Vín þykir það víst góð iðja að gefa söngkonum tveggja daga sjálfvalið frí í mánuði af þessum sökum. Við héldum svo áfram með tímann og ég hætti að hafa áhyggjur af gólinu mínu með þá vitneskju á bakinu að ég yrði skárri næst.
En þar sem ég var að keyra í burtu eftir tímann fór ég að spá í það hvað það er í raun mikið að gerast í líkamanum á þessum tíma fyrst að raddböndin - sem síðast þegar ég gáði voru hvergi nálægt móðulífinu - höndla ekki álagið. Og ég sá fyrir mér konuna sem eldavél með bakaraofn; glansandi fínt yfirborðið með keramikhelluborði eða kannski gashellum en það skiptir ekki máli því undir niðri miðast megnið af apparatinu við að baka fjandans kökuna. Ætli karlmenn séu þá ekki hrærivélar í þessari eldhúslíkamasamlíkingu - hafa eina ákveðna fúnksjón og bera það með sér. Ég var nefnilega að lesa stórmerkilega grein í Nýju Lífi sem Auður var svo elskuleg að gefa mér þar sem kom fram að karlar hafa verið viðmiðið í flestum læknisrannsóknum og meðferðum út síðustu öld og að alltof lítið hafi verið spáð í það að líkamar karla og kvenna bregðast mismandi við áreiti, sjúkdómum og lyfjagjöf. Sama eldhús - tvö mismunandi tæki sjáiði til.
En þar sem ég var að keyra í burtu eftir tímann fór ég að spá í það hvað það er í raun mikið að gerast í líkamanum á þessum tíma fyrst að raddböndin - sem síðast þegar ég gáði voru hvergi nálægt móðulífinu - höndla ekki álagið. Og ég sá fyrir mér konuna sem eldavél með bakaraofn; glansandi fínt yfirborðið með keramikhelluborði eða kannski gashellum en það skiptir ekki máli því undir niðri miðast megnið af apparatinu við að baka fjandans kökuna. Ætli karlmenn séu þá ekki hrærivélar í þessari eldhúslíkamasamlíkingu - hafa eina ákveðna fúnksjón og bera það með sér. Ég var nefnilega að lesa stórmerkilega grein í Nýju Lífi sem Auður var svo elskuleg að gefa mér þar sem kom fram að karlar hafa verið viðmiðið í flestum læknisrannsóknum og meðferðum út síðustu öld og að alltof lítið hafi verið spáð í það að líkamar karla og kvenna bregðast mismandi við áreiti, sjúkdómum og lyfjagjöf. Sama eldhús - tvö mismunandi tæki sjáiði til.
þriðjudagur, nóvember 02, 2004
Hafiði tekið eftir því hvað fréttnæmir atburðir eru gjarnir á að koma í pökkum? 16. janúar árið 1990 gerðust fjórir hlutir:
1. Saddam Hussein neitaði að hverfa frá Kúveit og George Bush hóf Persaflóastríðið með innrás í Írak
2. Noregskonungur dó
3. Heklugos hófst*
Uppskriftin er sem hér segir:
Einn afdrifaríkur atburður á alþjóðamælikvarða tengdur Bushbjálfa
Einn harmleikur
Eitt stykki eldgos á Íslandi
Og hvað gerist í dag?
1. Forsetakosningar í Bandarríkjunum þar sem úr því verður skorið hvort að Bush Jr. og kumpánar fá að klúðra heimsmálum í fjögur ár í viðbót eður ei
2. Hræðilegt morð í Kópavogi
3. Eldgos í Grímsvötnum
(síðustu tveir atburðirnir áttu sér stað í gær en voru í fréttum fyrst í dag)
Ég á kannski nokkuð langt í land með að komast í röð bestu samsæriskenningarmanna. Hitt veit ég með vissu að að mér setur óþægilega kunnuglega deja-vu tilfinningu.
* Einnig varð Heiða Skúla 16. ára þennan dag en erfitt að flétta hana með góðu móti inn í þessa alheimssamsæriskenningu
1. Saddam Hussein neitaði að hverfa frá Kúveit og George Bush hóf Persaflóastríðið með innrás í Írak
2. Noregskonungur dó
3. Heklugos hófst*
Uppskriftin er sem hér segir:
Einn afdrifaríkur atburður á alþjóðamælikvarða tengdur Bushbjálfa
Einn harmleikur
Eitt stykki eldgos á Íslandi
Og hvað gerist í dag?
1. Forsetakosningar í Bandarríkjunum þar sem úr því verður skorið hvort að Bush Jr. og kumpánar fá að klúðra heimsmálum í fjögur ár í viðbót eður ei
2. Hræðilegt morð í Kópavogi
3. Eldgos í Grímsvötnum
(síðustu tveir atburðirnir áttu sér stað í gær en voru í fréttum fyrst í dag)
Ég á kannski nokkuð langt í land með að komast í röð bestu samsæriskenningarmanna. Hitt veit ég með vissu að að mér setur óþægilega kunnuglega deja-vu tilfinningu.
* Einnig varð Heiða Skúla 16. ára þennan dag en erfitt að flétta hana með góðu móti inn í þessa alheimssamsæriskenningu
Skammdegið hótar að vara allan sólarhringinn og er ekki vænlegt til athafnasemi. Þessa dagana þarf eitthvað hressandi til að ná manni fram úr rúmi. Fréttunum tókst það í fyrsta skipti í all langan tíma með loforði um eldgos. Um leið og heilinn náði að melta upplýsingarnar og skilja frá draumum hentist ég fram úr rúmi og kveikti á sjónvarpi. Hvílík vonbrigði; föl kona var að þylja upp fréttaskýringu og engar spennandi myndir. Hvar er Ómar Ragnarsson þegar maður þarf á honum að halda? Ég fór því bara að dunda mér í rólegheitum þangað til klukkan var orðin alltof margt og ég þurfti að klæða mig og mæta í vinnu. Ferli sem tekur á góðum degi fimm mínútur. En ekki í morgun. Ennþá í pínu sæluvímu eftir íþróttaiðkunina í gær ákvað ég að fara aftur í hádeginu í dag (ekkert svakalegt - bara smá trítl á göngubrautinni og góð sturta) og hóf að tína ofan í íþróttatösku. Skyndilega tek ég eftir því að hún er blaut. "Andskotinn," hugsa ég, "þarf ég nú að fara að þrífa upp sjampó!" og tek til við að tína aftur upp úr töskunni. En nei - engin sjampóflaska í töskunni (sem þýðir að ég skildi hana eftir í Slippnum um daginn - dauði og djöfull!) - bara þessi indæla lykt. Um nóttina hafði annar kötturinn tekið upp á því að míga á hana. Ég hef Lísu sterklega grunaða - hún hljóp svo flóttalega undan mér um alla íbúð (sem hún reyndar gerir að jafnaði) og Gabríel hefur ekki pissað á gólfið síðan hann var kettlingur. Nú var ég að verða of sein en þurfti að leggjast í töskuþrifnað og annað skemmtilegt. Sem betur fer hafði kettinum tekist að pissa á það horn á töskunni sem var tómt þannig að leikfimisfötin mín voru alveg hrein. Nú liggur fúla ræksnið í bleyti í baðkarinu. Ég held ég viti hvað ég vilji í jólagjöf. Þegar ég kem heim seinna í dag bíður mín svo ilmandi íbúð.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)