miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Nú er mál til komið að ég gerist menningaleg hið mesta og sinni skyldum mínum af samviskusemi. Ætla að draga Auði með mér á Memento Mori á sunnudaginn og verður án efa þrusustuð. Hversu mörg ný íslensk leikrit um ódauðleika eru sett á fjalirnar á hverju ári, ég bara spyr? Annar sé ég fram á óvenju annasaman tíma framundan. Á morgun skal litla bróðurdóttir mín skírð og mágkona mín knúsuð í tilefni af þrítugsafmæli hennar. Síðan á laugardaginn verður haldið upp á sama þrítugsafmæli með látum með þema og búningum og tilheyrandi. Þennan sama laugardag verður líka extra langur söngtími þar sem þeir falla báðir niður þessa vikuna. Og svo leikhús á sunnudaginn. Úff ég er strax farin að finna fyrir væntanlegri þynnku.

Engin ummæli: