fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Hvaðan kemur sú heimskulega bjartsýni og bjartsýna heimaska sem fær mann til að dragnast í vinnuna eftir veikindi bara af því að manni líður aðeins betur heldur en daginn áður? Sérstaklega þegar maður byrjar daginn á því að:

* sofa yfir sig sökum andvökunætur
* þurfa að moka sig út úr stæðinu þar sem snjóruðningstæki höfðu svo samviskusamlega rutt Háteigsveginn daginn áður
* bölsótast út í bílinn sem lagði beint fyrir aftan stæðið mitt og moka sveig í kringum hann
* berjast við óopnanlegar hurðir, frosnar rúðuþurrkur og klaka límdan við gler

Þegar allt þetta var afstaðið langaði mig mest að skríða aftur upp í rúm og breiða yfir haus þar til þiðna tekur en bara varð að fara í vinnuna fyrst ég var búin að hafa svona svakalega fyrir því.

Það er eins gott að það er að koma helgi.

Engin ummæli: