mánudagur, nóvember 08, 2004

Ja hérna!

Vegna breytinga á vetraráætlun Iceland Express hefur flug það sem þú áttir bókað verið fellt niður. Okkur þykir þetta afar leitt, en bjóðum þér í staðinn að bóka flugsæti í annað flug samdægurs eða einhvern annan dag.

Stóra spurningin er: ætti ég að færa flugið til um 1-2 daga eða breyta allri bókuninni minni? Ég get í raun farið hvenær sem er næst mánuði. Fyrir þá sem eru að skríða út úr helli þá var ég á leiðinni til Englands þann 8. desember og ætlaði að vera í viku - aðallega í heimssókn hjá Skottu í Manchester. Það stendur að sjálfsögðu ennþá til en það er spurning hvort ég ætti að flytja flugið mitt eitthvað drastískt til? Er einhver með sniðugar hugmyndir? Ætti ég að færa mig nær jólum? Fjær? Reyna að hitta á eitthvað fólk sem verður að sniglast í London á næstunni?

Engin ummæli: