miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Okkar ástkæra fangor er enn og aftur komin undir hnífinn - í þriðja sinn á jafn mörgum mánuðum. Þetta er auðvitað sótbölvanlegt ástand og um að gera að krossleggja allt sem krosslagt verður fyrir hennar hönd í von um að þessu fari nú að ljúka.

Nú mæli ég um, legg á, munda haðaspjónið og hrín eins og vindurinn; allt er þegar þrennt er!

3 ummæli:

Svandís sagði...

HrrrrríííííííííN

Siggalára sagði...

Og líka ég...

fangor sagði...

takk fyrir elskurnar, ásta fyrir heimsóknina og myndirnar. ég var ekki löggð undir hnífinn í dag, það var hætt við. í staðinn var einhverju hylki troðið í magann á mér með forðaverkandi hormónalyfi sem slekkur á öllu draslinu, næstu 2-3 mánuðina amk. ég hef sumsé hafið breytingaskeiðið. höldum áfram að hrína á og og sveifla haðaspjónum, mér veitir ekki af. vonandi verður þessi hormónahryllingur til þess að ég hætti að kveljast, kvenlegurnar verða óstarfhæfar um tíma og eldrei að vita hveð gerist þá. ég þakka enn og aftur fyrir stuðninginn. *elskisknús*