föstudagur, nóvember 19, 2004

Hin konan hér á vinnustaðnum stakk upp á því að starfsmennirnir tækju í spil á milli jóla og nýárs og vildi vita hvaða átta manna spil væru til. Ég stakk að sjálfsögðu upp á því að það yrði spilað bridds á tveimur borðum. Kom þá upp úr dúrnum að besseviserinn hjá fyrirtæknu er liðtækur briddsspilari og aldrei að vita nema þessi hugmynd verði að veruleika! Annars er alltof langt síðan ég hef tekið í spil og ekki laust við að það hvíli rósrauður nostalgíublær yfir gömlu góðu spiladögunum á Leifsgötunni. Hvernig væri nú að fara að hittast við fjórða mann og gera eitthvað í þessu? Eins og Lombert er fjárhættuspil er bridds hið besta drykkjuspil. Það kallast ekki góð briddssessjón nema einhver spili undan kóngi og drepist á slagina sína. Ég legg til að vinningshafar fá t.d. eitt staup að tequila eftir hvert spil sem ætti að gera útkomuna áhugaverða.

5 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Já, má ég, má ég, pant vera með!

Svandís sagði...

Mig langar líka að vera með en gæti ég vinsamlegast fengið vodka eða romm í staðin fyrir tekílað nema það sé ætlunin blanda kvöldið uppköstum...

fangor sagði...

enn eina ferðina lýsi ég yfir áhuga mínum á téðu spili og ætlast til að einhver kenni mér það. það skyldi þó aldrei vera að yfirnorn ásta væri konan til að redda því, svona eins og með prjónið..? og svo verður spilað eins og vindurinn!

Ásta sagði...

Ég ætti altént að geta kennt bananaútgáfuna. Á krumpað blað einhvers staðar...

Þórunn Gréta sagði...

Ég er alltaf til í L'hombre ;)