mánudagur, desember 06, 2004

Úff - er ég að leggjast í bloggleti? Nú væri afskaplega hentugt að skella skuldinni á skammdegið og firra sig allri ábyrgð. Hins vegar vill til að ég er ekkert sérstaklega illa fyrir kölluð þessa dagana og því verður þetta háttalag eingöngu skrifað á leti og hugmyndasnauði.

Þrír daga þangað til ég fer út. Ég er ekki frá því að ég kvíði hálfpartinn fyrir því. Ver umheimsfælnari og heimóttalegri með hverju árinu sem líður hér bjargföst á klakanum. Fyrst og fremst finnst mér leiðinlegt að ferðast. Að þurfa að flækjast á milli staða og tala við útlendinga og rata ekki og þekkja ekki á kerfið - mér finnst það bara minna en ekkert spennandi. Og samt ætla ég. Gerir það að verkum að ég missi af jólatónleikum Hrauns sem verða á meðan ég verð úti en í staðinn geri ég eitthvað dásamlega skemmtilegt með Skottu.

Planið eins og það lítur í dag er sem sagt þannig ég fer út næstkomandi fimmtudag kl. 14:50 og lendi á Stansted um sexleytið. Þarf síðan að koma mér með lest eða rútu til London þar sem ég á bókað hótelherbergi um nóttina. Síðan daginn eftir þarf ég að finna út úr lestastöðvunum og koma mér til Manchester. Einhvern tímann áður en ég fer þyrfti ég líka að panta mér lestarmiða en ég hef ekki hugmynd hvernig ég á að fara að því og get ekki fyrir mitt litla líf fundið rétta síðu fyrir slíkt.

Já og mig vantar far á völlinn. Anyone?

4 ummæli:

Skotta sagði...

Fyrst að þú ert ekki búin að panta miða þá held ég að þú sért alveg eins "vel" sett með að kaupa þá á staðnum (c.a. 52 fram og til baka) Síðan er aftur á móti:http://www.virgintrains.co.uk/default.aspx ef þú vilt skoða sjálf.

viltu sjá My fair lady??

Ásta sagði...

Ég er greinlega lestafötluð með meiru því ég átta mig engan veginn á þessari síðu og er dauðhrædd um að panta miða eitthvert út í bláinn í ruglingi mínum. Ef það munar ekki svo miklu væri ég sáttust við að kaupa miðann bara á staðnum.

My fair lady? Ég er til í allt.

Þórunn Gréta sagði...

Vá hvað það væri tilvalinn og kærkominn próflestrarflótti að skutla þér á völlinn :þ

Ásta sagði...

Það væri æðislegt! Takk!