miðvikudagur, desember 01, 2004
Ég var með einhverjar yfirlýsingar um að ég treysti mér ekki strax til að segja skoðun mína á Memento Mori strax sem þýðir víst að ég verð að gera það einhvern tímann. Í sem allra stystu orðum: þrátt fyrir nokkra byggingagalla á sýningunni og úrlausn sem kom of fljótt og virkaði ekki nógu vel á mig var þetta mjög flott sýning. Afskaplega vel leikin, skrifuð og sérstaklega leikstýrt. Ég get lofað því að engum mun leiðast og hefði sýningin notið sín enn betur hefði hún verið lengri. En hún ku víst vera þetta stutt (rúmur klukkutími) af ásettu ráði.
Hvað hefur annars á daga mína drifið? Lítið annað en sjónvarp og prjónaskapur. Kíkti í fajitas og setu yfir Skjá einum hjá Siggu Láru á mánudaginn. Í gær var svo hið alræmda bíókvöld okkar Auðar sem byrjar yfirleitt á "Amazing race" og hverfist svo yfir í gláp á einhverri kvikmynd eftir fyrirframákveðnu þema. Stundum villist bjór eða léttvín inn í dæmið en ekki oft og sjaldan í miklum magni *hóst*. Þemað þessa dagana er "heimsendir" og eins og í síðustu viku var hörgull á slíkum myndum á heimilinu og enginn nennti út í vídeóleigu. Í stundarbrjálæði rámaði mig í að bókin Slapstick: Or Lonesome No More eftir Kurt Vonnegut innihéldi slíkar pælingar og vildi svo skemmtilega til að ég átti mynd sem gerð var eftir henni árið 1982 í fórum mínum, mynd sem ég hafði verið að humma fram af mér að horfa á því mig grunaði að hún væri það vond. En hún var ekki vond. Það verður aldrei sagt að Slapstick (of another kind) sé bara vond. Þetta var vondasta, versta og illasta mynd sem gerð hefur verið nokkurn tímann ever. Við gáfumst upp eftir svona tuttugu mínútur og þá af einskærum leiðindum. Fyrir rest tókst að halda heiðri þemans á lofti með glápi á In the mouth of madness - sem er kannski aðeins of póstmódernísk fyrir árið 2004 en alltaf soldið krípí.
Hvað hefur annars á daga mína drifið? Lítið annað en sjónvarp og prjónaskapur. Kíkti í fajitas og setu yfir Skjá einum hjá Siggu Láru á mánudaginn. Í gær var svo hið alræmda bíókvöld okkar Auðar sem byrjar yfirleitt á "Amazing race" og hverfist svo yfir í gláp á einhverri kvikmynd eftir fyrirframákveðnu þema. Stundum villist bjór eða léttvín inn í dæmið en ekki oft og sjaldan í miklum magni *hóst*. Þemað þessa dagana er "heimsendir" og eins og í síðustu viku var hörgull á slíkum myndum á heimilinu og enginn nennti út í vídeóleigu. Í stundarbrjálæði rámaði mig í að bókin Slapstick: Or Lonesome No More eftir Kurt Vonnegut innihéldi slíkar pælingar og vildi svo skemmtilega til að ég átti mynd sem gerð var eftir henni árið 1982 í fórum mínum, mynd sem ég hafði verið að humma fram af mér að horfa á því mig grunaði að hún væri það vond. En hún var ekki vond. Það verður aldrei sagt að Slapstick (of another kind) sé bara vond. Þetta var vondasta, versta og illasta mynd sem gerð hefur verið nokkurn tímann ever. Við gáfumst upp eftir svona tuttugu mínútur og þá af einskærum leiðindum. Fyrir rest tókst að halda heiðri þemans á lofti með glápi á In the mouth of madness - sem er kannski aðeins of póstmódernísk fyrir árið 2004 en alltaf soldið krípí.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli