laugardagur, febrúar 05, 2005
I dag er sushi dagur. Var ég að enda við að ákveða. Ég hef aldrei búið til sushi ein áður en það hefur staðið til í langan tíma. Nú langar mig í sushi og sé engan tilgang í því að vera að fresta þessu bara af því að enginn er nálægur sem getur hjálpað mér. Ég á þessi fínu sushi leiðbeiningabók sem Skotta gaf mér í jólagjöf og er ekkert að vanbúnaði. Þannig að ef einhvern langar í sushi í kvöld er bara málið að droppa í heimsókn. Það skal vera tilbúið. Og að sjálfsögð gómsætt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
játakk! ég elska sushi
Skrifa ummæli