þriðjudagur, febrúar 22, 2005
Sigga Lára er vitur kona og ritaði í morgun nokkur viskukorn öðrum til uppfræðslu og ánægju. Sérstaklega er þetta hérna mikið hollráð:
Ef rafmagnsljósið byrjar að loga stanslaust í bílnum manns, borgar sig að fara með hann strax til læknis. Ekki bíða þangað til hann deyr allt í einu, einhvers staðar útí bæ. Það er vesen.
Þó verð ég að viðurkenna að hún hefði mátt komast að þessu aðeins fyrr - t.d. áður en að ég trassaði að fara með bílinn minn í viðgerð þótt ég vissi að pústið væri bilað. Þá hefði bíllinn minn ekki dáið á uppi á Höfða í morgun þegar ég var á leið með Gabríel til dýralæknis og ég ekki lent í 3 tíma ævintýri þar sem komu við sögu tveir Selectstarfsmenn, einn faðir, tveir skoðunarmenn, einn köttur, einn rangnefndur súrefnisskynjari og að minnsta kosti sex öryggi. Ég er nýkomin aftur til vinnu, uppgefin á sál og líkama og hef ekki orku í að tjá mig um alla svaðilförina. Læt mér því nægja, líkt og Sigga Lára, að upplýsa lesendum um þann lærdóm sem draga má af þessu ævintýri:
* ef það heyrast brestir, skellir og skruðningar undir bílnum skal hann strax - og þá meina ég strax - á verkstæði
* bensínstöðvarstarfsmenn hafa ekki hundsvit á bílum en eru allir af vilja gerðir
* það er ekki vitlaust að eiga aukaöryggi í bílnum
* það er heldur ekki vitlaust að þekkja fólk sem kann eitthvað á bíla (eins og t.d. móðurbróðir minn)
* kvenkyns dýralæknar virðast áhugasamari um velferð og líðan katta en karlkyns dýralæknar
* ef þú leggur úti í kanti á Breiðholtsbraut nálægt Suðurlandsvegi borgar sig að vera eins langt frá akreininni og hægt er - þar keyra stórir trukkar sem munar örugglega ekkert um að keyra niður lasnar Toyotur + eigendur
* ættingjar eru gjarnir á að gera grín af þér ef þú hefur aldrei heyrt minnst á "föler" og veist ekki hvernig á að bera það fram eða hvernig orðið beygist.
* það er ekkert til sem heitir "föler" undir bílum. Það er hins vegar til eitthvað sem heitir "súrefnisskynjari" og starfsmenn pústverkstæða gera grín af þér ef þú reynir að klína upplognu nafni á það apparat.
Og nú ætla ég að reyna að vinna smá.
Ef rafmagnsljósið byrjar að loga stanslaust í bílnum manns, borgar sig að fara með hann strax til læknis. Ekki bíða þangað til hann deyr allt í einu, einhvers staðar útí bæ. Það er vesen.
Þó verð ég að viðurkenna að hún hefði mátt komast að þessu aðeins fyrr - t.d. áður en að ég trassaði að fara með bílinn minn í viðgerð þótt ég vissi að pústið væri bilað. Þá hefði bíllinn minn ekki dáið á uppi á Höfða í morgun þegar ég var á leið með Gabríel til dýralæknis og ég ekki lent í 3 tíma ævintýri þar sem komu við sögu tveir Selectstarfsmenn, einn faðir, tveir skoðunarmenn, einn köttur, einn rangnefndur súrefnisskynjari og að minnsta kosti sex öryggi. Ég er nýkomin aftur til vinnu, uppgefin á sál og líkama og hef ekki orku í að tjá mig um alla svaðilförina. Læt mér því nægja, líkt og Sigga Lára, að upplýsa lesendum um þann lærdóm sem draga má af þessu ævintýri:
* ef það heyrast brestir, skellir og skruðningar undir bílnum skal hann strax - og þá meina ég strax - á verkstæði
* bensínstöðvarstarfsmenn hafa ekki hundsvit á bílum en eru allir af vilja gerðir
* það er ekki vitlaust að eiga aukaöryggi í bílnum
* það er heldur ekki vitlaust að þekkja fólk sem kann eitthvað á bíla (eins og t.d. móðurbróðir minn)
* kvenkyns dýralæknar virðast áhugasamari um velferð og líðan katta en karlkyns dýralæknar
* ef þú leggur úti í kanti á Breiðholtsbraut nálægt Suðurlandsvegi borgar sig að vera eins langt frá akreininni og hægt er - þar keyra stórir trukkar sem munar örugglega ekkert um að keyra niður lasnar Toyotur + eigendur
* ættingjar eru gjarnir á að gera grín af þér ef þú hefur aldrei heyrt minnst á "föler" og veist ekki hvernig á að bera það fram eða hvernig orðið beygist.
* það er ekkert til sem heitir "föler" undir bílum. Það er hins vegar til eitthvað sem heitir "súrefnisskynjari" og starfsmenn pústverkstæða gera grín af þér ef þú reynir að klína upplognu nafni á það apparat.
Og nú ætla ég að reyna að vinna smá.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Er þetta Dagur hinna uppreisnargjörnu bíla? Ég ætti kannski bara að taka strætó heim...
Eins og áður hefur komið fram, bílar koma beint frá Satni.
Skrifa ummæli