miðvikudagur, febrúar 23, 2005
Nú stendur til að ég fái heim til mín hornsófa sem foreldrarnir hafa kúrað í fyrir framan sjónvarpið í 10 ár eða svo. Til þess að það gangi upp verð ég að losna við sófasettisæxlið sem breitt hefur úr sér yfir litlu stofuna mína. Það er meira en að segja það því ferlíkið er of vel með farið til þess að maður tími að henda því í Góða Hirðinn og of óþægilegt til að nokkur maður vilji taka við því. En það er allt í lagi - faðir minn er praktískur maður með meiru: "Þetta sófasett er fullkomið fyrir sumarbústað," sagði hann mér áðan í síma, "nú þarf ég bara að kaupa sumarbústað."
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli