fimmtudagur, mars 16, 2006

Amma Ásta hefði orðið 95 ára í dag. Hún dó fyrir 6 árum. Ég kemst ekki að leiði hennar í dag en geri þetta í staðinn:



Heima hjá ömmu á góðri stundu. Glöggir lesendur kannast kannski við rennihurðina.



Og gardínurnar! Ég var bara að taka eftir þeim sjálf!

Þegar hún dó reyndi ég að finna orðin til að koma í minningagrein en ég fann þau ekki. Ég finn þau ekki enn til að gera þessari góðlegu, kláru, sjálfstæðu, hugrökku, þrjósku, líflegu, sjálfshæðnu, gamansömu, ósérhlífnu og hjartahlýju konu sanngjörn skil.

Til hamingju með afmælið.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott hjá þér Ásta mín. Eg var einmitt að hugsa um hana í morgun að hún hefði orðið 95 ára í dag. Hún lifir enn með okkur.

Spunkhildur sagði...

Ég þekkti hana ömmu þína ekki en ég fæ ekki betur séð að hún lifi í þér.

Nafnlaus sagði...

Það var gaman að sjá myndirnar af Ástu Tomm. (ömmu þinni), Möggu frænku (systur ömmu) og Ágústu, aka Gústu frænku þína, sem var systir föðurafa þíns.