mánudagur, mars 27, 2006
Auður sökkti blogginu sínu með manni og mús og því lítill tilgangur í að kíkja þangað. Við það vaknaði í brjósti sú gamla tilvistarlega spurning:
Að blogga eða blogga ekki...
Þegar grannt er skoðað virðast nefnilega flestir vera komnir á nokkuð gott ról sem sín einstöku blogg. Fólk hefur komið sér upp kerfi og hrynjandi og ókvæðisorðið bloggleti hefur ekki heyrst svo mánuðum skiptir. Það er s.s. enginn að pína sig til að skrifa og fæstir að velta sér upp úr því hver gæti mögulega verið að lesa.
Sjálf veit ég ekki alveg af hverju ég er að þessu. Það virðist ekki vera neinn beinn tilgangur með þessu bloggi og það gæti allt eins ekki verið til. Þetta er soldið eins og að vera með GSM síma. Maður fær sér einn til að aðrir geti náð í mann - þ.e. forðað sér frá félagslegu sjálfsmorði - og svo venst maður því að hafa hann innan seilingar. Aðrir fara svo að treysta á að komast að upplýsingum á greiðan hátt.
Já, blogg blogg blogg... Mér liggur ekkert á að finna réttlætingu á tilvist þess. Ég held því áfram þar til ég hætti að nenna því. Mér er slétt saman hver les og finn mig ekki knúna til að standast neinar væntingar.
Ef ég væri ekki með blogg væri miklu erfiðara að gera þetta:
Öll Eurovision myndbönd sem komin eru fyrir keppnina í ár
Er það bara ég eða er þýska lagið soldið sætt? Og það pólska svo skelfilegt að það fer næstum heilan hring yfir í súblemíska Eurovision vímu...
Að blogga eða blogga ekki...
Þegar grannt er skoðað virðast nefnilega flestir vera komnir á nokkuð gott ról sem sín einstöku blogg. Fólk hefur komið sér upp kerfi og hrynjandi og ókvæðisorðið bloggleti hefur ekki heyrst svo mánuðum skiptir. Það er s.s. enginn að pína sig til að skrifa og fæstir að velta sér upp úr því hver gæti mögulega verið að lesa.
Sjálf veit ég ekki alveg af hverju ég er að þessu. Það virðist ekki vera neinn beinn tilgangur með þessu bloggi og það gæti allt eins ekki verið til. Þetta er soldið eins og að vera með GSM síma. Maður fær sér einn til að aðrir geti náð í mann - þ.e. forðað sér frá félagslegu sjálfsmorði - og svo venst maður því að hafa hann innan seilingar. Aðrir fara svo að treysta á að komast að upplýsingum á greiðan hátt.
Já, blogg blogg blogg... Mér liggur ekkert á að finna réttlætingu á tilvist þess. Ég held því áfram þar til ég hætti að nenna því. Mér er slétt saman hver les og finn mig ekki knúna til að standast neinar væntingar.
Ef ég væri ekki með blogg væri miklu erfiðara að gera þetta:
Öll Eurovision myndbönd sem komin eru fyrir keppnina í ár
Er það bara ég eða er þýska lagið soldið sætt? Og það pólska svo skelfilegt að það fer næstum heilan hring yfir í súblemíska Eurovision vímu...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
finnland rúlar! þetta myndbarnd er stórkostlegt hreint út sagt.
Það vermir alltaf mitt kalda hjarta þegar hægt er að halda með Finnum af heilum hug. Svo miklu skemmtilegra en norska framlagið í fyrra. Þetta er sko almennilegt rokk!
Skrifa ummæli