mánudagur, mars 20, 2006
Þetta er það sem ég veit:
Ég veit að fuglaflensan hefur fundist í svönum í Svíþjóð og dúfum í Danmörkum og finkum í Finnlandi.
Hún fetar sig hægt og örugglega nær Íslandi.
Taugaveiklað bændur skjóta hænur og ketti.
Fjölmiðlar og landlæknir eru gáttaðir á því hversu lítið fjaðrafok er um mestalla heimsbyggðina.
Þetta er það sem ég veit ekki:
Hvernig smitast fuglaflensan?
Hver eru einkenni hennar?
Hversu bráðsmitandi/drepandi er hún?
Hvað tekur það langan tíma?
Eru til bóluefni?
Eru einhverjir líklegri en aðrir til að fá hana?
Hversu margir í heiminum eru smitaðir?
Hvernig er ástandið í þeim löndum þar sem hún kom fyrst upp?
og síðast en ekki síst:
Er eitthvað sem ég á að vera gera?
Ef enginn getur - eða er vill - veita svör við ofangreindum spurningum er ósköp tilgangslaust að vera eitthvað að stressa sig. Á ekki eitthvert geimgrjótið að lenda á jörðinni eftir 15 ár? Maður veit þó a.m.k. hvernig það gæti gerst og getur mótað taugaveiklunina í samræmi við það. Þ.e. maður verður að hafa eitthvað í höndunum til að gera sér mat/veður út af. Annars er hætt við að maður mæti örlögum kjúklingsins vænissjúka.
Ég veit að fuglaflensan hefur fundist í svönum í Svíþjóð og dúfum í Danmörkum og finkum í Finnlandi.
Hún fetar sig hægt og örugglega nær Íslandi.
Taugaveiklað bændur skjóta hænur og ketti.
Fjölmiðlar og landlæknir eru gáttaðir á því hversu lítið fjaðrafok er um mestalla heimsbyggðina.
Þetta er það sem ég veit ekki:
Hvernig smitast fuglaflensan?
Hver eru einkenni hennar?
Hversu bráðsmitandi/drepandi er hún?
Hvað tekur það langan tíma?
Eru til bóluefni?
Eru einhverjir líklegri en aðrir til að fá hana?
Hversu margir í heiminum eru smitaðir?
Hvernig er ástandið í þeim löndum þar sem hún kom fyrst upp?
og síðast en ekki síst:
Er eitthvað sem ég á að vera gera?
Ef enginn getur - eða er vill - veita svör við ofangreindum spurningum er ósköp tilgangslaust að vera eitthvað að stressa sig. Á ekki eitthvert geimgrjótið að lenda á jörðinni eftir 15 ár? Maður veit þó a.m.k. hvernig það gæti gerst og getur mótað taugaveiklunina í samræmi við það. Þ.e. maður verður að hafa eitthvað í höndunum til að gera sér mat/veður út af. Annars er hætt við að maður mæti örlögum kjúklingsins vænissjúka.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Og, um hvern djöfulann snúast vatnalögin?
Að maður tali nú ekki um árans vatnalögin!
þetta er nú voða "beisikk"..ekki káfa í dauðum fuglum. tiltölulega einfalt að komast hjá því, enn sem komið er :þ
vatnalög-smatnalög...
Minn skilningur er líkur Nönnu: Ekki kássast upp á veika/deyjandi/dauða fugla. Gegnsteikt kjöt af smituðum fuglum á m.a.s. að vera meinlaust með öllu.
Einhver tölfræðispekingurinn benti á að miðað við hversu margir menn hafa smitast í löndum eins og Kína (af stærðargráðunni 100 svo vitað sé (að mig minnir)) þar sem hvert einasta kot er með hænur á heimilinu og flensan hefur grasserað lengi, gæti vel farið að engin einasta mannvera myndi smitast á Bretlandi þótt flensan kæmist í alifugla þar.
Svartnættissenaríóin eru fólgin í því að því fleiri spendýr sem smitast af fuglaflensunni, þeim mun meiri líkur eru á að flensuveiran "læri" að smitast milli spendýra eins og venjuleg kvef. Ef það gerist er komin upp önnur staða og alvarlegri, en núna stendur öðrum en fygl-ástleitnum fuglaræktendum engin heilsufarsleg hætta af fuglaflensunni.
A.m.k. eins og ég skil þetta.
fuglar, vatn...
Vá, alveg er ég sammála þér Ásta... ég skil voða lítið í því sem þú einmitt taldir upp. Já, og UM HVAÐ SNÚAST VATNALÖGIN? Hehe
JYJ
Skrifa ummæli